Erlent

Búast við að Assange gefi sig fram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Assange hefur hingað til farið huldu höfði. Mynd/ afp.
Assange hefur hingað til farið huldu höfði. Mynd/ afp.
Þess er vænst að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, gefi sig fram á næstunni. Lögmenn Assange hafa sagt að hann muni ræða við lögreglumenn vegna handtökuskipunar sem sænsk yfirvöld hafa gefið út á hendur honum vegna ásakana um kynferðisbrot. Þeir hafa þó ekkert látið uppi um það opinberlega hvenær Assange muni ræða við lögregluna.

Fram kemur á fréttavef Guardian að Assange hefur fullyrt við félaga sína á undanförnum dögum að hann telji að handtökuskipunin sem sænsk yfirvöld hafa gefið út á hendur honum sé runnin undan rifjum Bandaríkjamanna.

WikiLeaks uppljóstrunarsíðan hefur að undanförnu birt þúsundir skjala með viðkvæmum upplýsingum sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur fengið sent frá sendiráðum sínum viða um heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×