Innlent

Létust í bílslysi í Reykjanesbæ

Stúlkurnar sem létust í bílslysi í Reykjanesbæ á laugardag hétu Lena Margrét Hinriksdóttir, fædd 8 febrúar 1992 og Unnur Lilja Stefánsdóttir, fædd 25. ágúst 1991.

Þriðja stúlkan liggur þungt haldin á Landspítalanum og er henni haldið sofandi í öndunarvél.

Önnur stúlknanna sem lést og sú sem liggur á spítala eru báðar úr Garðinum, en sú þriðja á rætur sínar að rekja þangað.

Pilturinn sem ók bílnum er rétt undir tvítugu og úr Sandgerði.








Tengdar fréttir

Mikil sorg og áfall fyrir samfélagið

„Það var haldin bænastund í Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum í morgun,“ segir Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálakirkju í Garði, en önnur stúlkan sem lést sótti þar nám auk stúlkunnar sem liggur nú þungt haldin á gjörgæslu eftir bílslysið í Reykjanesbæ.

Pilturinn í Reykjanesbæ grunaður um ölvunarakstur

Piltur, sem velti bifreið með þeim afleiðingum að tvær stúlkur létust og ein liggur þungt haldin á gjörgæslu landspítalans, er grunaður um að hafa verið ölvaður þegar hann ók bílnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni sem hún sendi frá sér í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×