Enski boltinn

Umboðsmaður: Arshavin ekki á leið frá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrei Arshavin fagnar marki í leik með Arsenal.
Andrei Arshavin fagnar marki í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Andrei Arshavin er ekki á leið frá Arsenal og líklegast er að hann verði áfram hjá félaginu þar til að knattspyrnuferli hans lýkur. Þetta segir umboðsmaður Arshavin, Dennis Lachter.

Fyrr í vikunni lét Arshavin hafa eftir sér að hann væri spenntur fyrir því að fá að spila með Barcelona einn daginn en hann var sterklega orðaður við Börsunga áður en hann gekk í raðir Arsenal árið 2008.

„Nema eitthvað mikið breytist mun hann spila með Arsenal þar til ferli hans lýkur," sagði Lachter við enska fjölmiðla. „Dvöl hans þar er þó háð einum manni og við viljum gjarnan fá að vita hvort að Arsene Wenger verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×