Enski boltinn

Essien íhugar að sleppa HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Essien í leik með Chelsea.
Michael Essien í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Michael Essien segir að hann íhugi nú að sleppa því að spila á HM í Suður-Afríku í sumar til að stofna ferli sínum ekki í hættu.

Essien hefur ekki spilað með félagsliði sínu, Chelsea, síðan hann meiddist í desember síðastliðnum.

„Ef ég næ HM þá er það frábært - ef ekki þá á ég enn allan minn feril framundan."

„Það sem ég vil síst gera er að flýta bataferlinu og skapa þannig frekari vandamál síðar meir."

„Ég vil ekki spila á HM nema að ég sé algerlega heill heilsu," bætti Essien við en hann er sem kunnugt er landsliðsmaður Gana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×