Fótbolti

Morten Olsen: Reynslan er lykilatriði fyrir Dani

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Morten Olsen.
Morten Olsen. GettyImages
Danir eru eina Norðurlandaþjóðin á HM í sumar. Reynsla liðsins vegur þungt að mati þjálfarans, hins gamalkunna Morten Olsen.

Danir eru í riðli með Hollandi, Japan og Kamerún. Athyglisverður riðill í meira lagi.

„Styrkleikar okkar eru að hver og einn leikmaður veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera," sagði Olsen við heimasíðu FIFA. „Við erum líka með nokkra lykilmenn eins og Daniel Agger, Christian Poulsen og Daniel Jensen," sagði þjálfarinn en Jensen þessi leikur með Werder Bremen.

„Þetta eru allt reyndir leikmenn, sem er mikilvægt, sérstaklega fyrir yngri leikmennina sem eru að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti."

„Danir verða ekki meðal sigurstranglegustu þjóðanna á HM en ef við erum með alla okkar bestu leikmenn tiltæka, sem við höfðum ekki í undankeppninni, getum við náð langt," sagði Olsen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×