Innlent

Safnarheimili neðanjarðar á Landakotstúni

Ný áform um uppbyggingu er komin á borð skipulagsyfirvalda.
Ný áform um uppbyggingu er komin á borð skipulagsyfirvalda.
Kaþólska kirkjan hefur sent inn fyrirspurn til borgaryfirvalda um það hvort leyfi fengist fyrir byggingu fjölnotahúss og safnaðarheimili neðanjarðar á Landakotstúni.

Nýja byggingin á að þjóna gestum eftir messu og nýtast biskupi sem og vegna félagsstarfs barna í Landakotsskóla. Húsnæðið á að tengjast bæði Biskupsstofu og Landakotsskóla með neðanjarðargöngum. Núverandi græn svæði á byggingarreitnum eiga að halda sér að mestu og hugmyndin er sú að draga dagsbirtu inn til endanna með því að móta jarðveginn þar þannig. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×