Innlent

Segir biðraðirnar smánarblett

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson
Fátækt og matarskortur geta magnað sjúkdóma og gert brautina til betri heilsu að grýttri götu. Þetta sagði í erindi Ólafs Ragnars Grímssonar forseta á málþingi Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, í gær. Málþingið er haldið í tilefni af 30 ára afmæli Umhyggju.

Forsetinn sagði þá fátækt sem nú setti svip á þúsundir heimila, biðraðir eftir matvælum sem á vissan hátt væru orðinn mesti smánarblettur íslensks samfélags, hafa gert fjölskyldunum sem glímdu við slík örlög illa kleift að þurfa til viðbótar að takast á við langvarandi veikindi barna sinna.

„Þessar aðstæður í þjóðfélaginu gera erindi Umhyggju brýnna en áður og reynslusjóð ykkar enn verðmætari, ráð og leiðsögn dýrmæt fyrir alla sem ábyrgð bera í glímunni við lausn þessa vanda," sagði Ólafur Ragnar og kvað starf á vegum Umhyggju þó umfram allt áréttingu þess grundvallarboðskapar að velferð barnanna þyrfti ætíð að vera í fyrsta sæti. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×