Northeastern Huskies, lið Gretu Mjallar Samúelsdóttur og Söndru Sifjar Magnúsdóttur, sigraði í báðum leikjum sínum í bandarísku háskóladeildinni í kvennaknattspyrnu um helgina. Greta Mjöll skoraði í fyrri leiknum og lagði upp mark í báðum. Hún er sem fyrr markahæst leikmanna Huskies og með flestar stoðsendingar, 5 talsins.
Huskies sigruðu lið Georgia State á sunnudagskvöld 2-1, í framlengdum leik. Gullmarkið kom eftir 4 mínútur í framlengingu, Greta Mjöll gaf þá sendingu innfyrir á Veronicu Napoli sem skoraði sigurmarkið. Greta Mjöll lagði einnig fyrsta markið upp fyrir Napoli á föstudagskvöld, þegar Huskies lögðu Vilmington 4-0. Hún skoraði síðan þriðja mark leiksins eftir hornspyrnu.
Greta Mjöll og Napoli hafa nú skorað 8 mörk hvor. Sandra Sif Magnúsdóttir hefur leikið vel með Huskies á keppnistímabilinu og staðið í vörn liðsins í hverjum leik.
Northeastern Huskies hafa undanfarið leikið tvo leiki flestar helgar. Sigurleikirnir nú um helgina voru kærkomnir, en á undan hafði liðið tapað þremur leikjum í röð. Við það minnkuðu verulega möguleikar liðsins á að komast áfram í úrslitakeppnina.
Greta Mjöll með mark og 2 stoðsendingar um helgina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn


Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Fleiri fréttir
