Innlent

Ráðherrabíl stolið af Sólvallargötu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forláta Mercedes Benz bifreið var stolið úr bílageymslu við Sólvallargötu í Reykjavík í nótt. Bíllinn var lengst af notaður sem ráðherrabíll í ráðherratíð Gylfa Þ. Gíslasonar en er nú í eigu annarra. Hann er með skráningarnúmerið R3347. Þeir sem verða bílsins varir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 4441000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×