Íslenski boltinn

Matthías: Stigin þrjú það sem máli skiptir

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Við erum fyrst og fremst ánægðir með þessi þrjú stig, en það er það eina sem skiptir máli," sagði Matthías Vilhjálmsson ,leikmaður FH-inga, eftir sigurinn gegn Selfyssingum í kvöld.

FH-ingar báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum 2-1 í 19.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.



„Við skoruðum fleiri mörk en þeir og það skilaði okkur þessum sigri. Við fengum heilann helling af færum sem við nýttum okkur ekki og þess vegna komust Selfyssingar inn í leikinn."

„Við erum í ágætis málum í deildinni en Eyjamenn og Blikar eru ennþá fyrir ofan okkur. Við verðum bara að halda áfram okkar striki og taka fyrir einn leik í einu, sjá svo til hvar við endum í lokin," sagði Matthías.

FH-ingar mæta Stjörnunni í næstu umferð á gervigrasinu í Garðabæ, en þeir töpuðu illa fyrir þeim fyrr í sumar.

„Það leggst bara vel í okkur að fara í Garðabæinn, en við eigum harm að hefna frá tapinu fyrr í sumar. Við áttum frábæran leik á gervigrasinu í fyrra og stefnum á það að endurtaka þann leik," sagði Matthías Vilhjálmsson ánægður í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×