Enski boltinn

Jovanovic ætlar til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Milan Jovanovic í leik með Serbíu á HM.
Milan Jovanovic í leik með Serbíu á HM. Nordic Photos / Getty Images

Sóknarmaðurinn Milan Jovanovic segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé hættur við að fara til Liverpool.

Jovanovic skrifaði undir samkomulag við Liverpool í febrúar síðastliðnum en þá var Rafael Benitez enn knattspyrnustjór. Hann er nú farinn til Inter og hefur verið sagður áhugasamur um að fá Jovanovic þangað.

„Ég fer til Liverpool. Ég hef skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Þetta var ekkert samkomulag heldur alvöru samningur," sagði Jovanovic við belgíska fjölmiðla en hann lék áður með Standard Liege.

„Brotthvarf Benitez breytir engu. Ég hef verið áfram í sambandi við stjórn Liverpool og það er allt í góðu þar," segir hann.

Jovanovic sagðist nú ætla að ganga frá sínum málum og sækja til að mynda um atvinnuleyfi í Englandi og leita sér að húsi í Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×