Enski boltinn

Sven-Göran hefur ekki rætt við Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Svennis í símanum.
Svennis í símanum. Nordic Photos / Getty Images

Sven-Göran Eriksson segir að hann hafi ekki rætt við Fulham um taka að sér starf knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Roy Hodgson mun hætta hjá félaginu þar sem hann er að taka við Liverpool og hefur Eriksson verið orðaður sem eftirmaður hans hjá Fulham.

„Ég hef heyrt sögusagnirnar en það er ekkert hæft í þeim," sagði hann í samtali við enska fjölmiðla. „Liðið er með frábæran knattspyrnustjóra og ég veit ekki hvort hann fer annað eða ekki. Ég hef ekkert heyrt hingað til."

„Það er draumur allra knattspyrnustjóra að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni enda besta deild í heimi."

Eriksson var síðast landsliðsþjálfari Fílabeinsstrandarinnar á HM í Suður-Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×