Enski boltinn

Chamakh: Elska leikstíl Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marouane Chamakh í leik með Bordeaux.
Marouane Chamakh í leik með Bordeaux. Nordic Photos / AFP
Marouane Chamakh hefur nánast staðfest að hann sé á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal nú í sumar.

Chamakh er 26 ára gamall sóknarmaður og hefur verið á mála hjá Bordeaux í Frakklandi undanfarinn áratug. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og segist hann hafa ákveðið strax í febrúar að fara annað.

„Ég er mjög ánægður með að fara í það andrúmsloft sem ríkir í enskri knattspyrnu. Hún er einstök," sagði Chamakh við franska fjölmiðla. Hann sagði ekki beinum orðum að hann væri að fara til Arsenal en gaf það mjög sterklega í skyn.

„Ég elska leiktíl Arsenal. Ég veit að ég þarf að aðlagast en ég hef lært mikið af því að spila stutt sendingarspil með Yoann Gourcuff."

„Arsenal var ekki eina félagið. Þetta voru einnig Liverpool, Tottenham og svo fékk ég ótrúleg tilboð líka frá Rússlandi. En ég var alltaf að hugsa um ensku úrvalsdeildina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×