Umfjöllun: Erfiður vinnudagur Blika borgaði sig Elvar Geir Magnússon skrifar 12. september 2010 16:45 Blikar eru komnir í efsta sætið í Pepsi-deild karla eftir 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks. Það var flottur fótboltaleikur sem í boði var á Kópavogsvelli. Sá sem hér skrifar viðurkennir að hafa búist við öruggum sigri heimamanna þegar hann skoðaði leikskýrsluna fyrir leik en raunin varð önnur. Fylkismenn voru án sterkra leikmanna á borð við Kristján Valdimarsson, Tómas Joð Þorsteinsson, Val Fannar Gíslason og Ólaf Stígsson en þeirra skarð fylltu ungir menn sem stóðu sig vel. Á bekknum voru svo kornungir strákar. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en fullt af flottum sóknum og góðum færum litu þó dagsins ljós. Fylkismenn fengu í raun betri færi fyrir hlé en eins og svo oft áður átti seinni hálfleikurinn svo eftir að reynast þeim illa. Blikar skoruðu eina mark leiksins eftir vel útfærða skyndisókn á 49. mínútu sem byrjaði með löngu kasti frá Ingvari Kale. Haukur Baldvinsson átti svo frábæran sprett og sendi á Finn Orra sem tók skotið. Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, náði að koma höndum í boltann sem stefndi markið þegar Kristinn Steindórsson mætti og kláraði dæmið. Eftir þetta voru Blikar líklegri til að bæta við en gestirnir að jafna. Árbæingar gáfust þó alls ekki upp og sýndu mikla vinnusemi og dugnað. Skömmu fyrir leikslok hefðu þeir getað refsað heimamönnum og jafnað. Ingimundur Níels Óskarsson fór þá illa með dauðafæri. Það voru Blikar sem fögnuðu í leikslok. Sigurinn ásamt tapi Eyjamanna á heimavelli þýðir að Blikar eru aftur komnir í toppsætið þar sem að þeir eru með stigi meira en ÍBV þegar þrjár umferðir eru eftir. Fylkismenn eru áfram í bullandi fallhættu eftir fimmta deildartapið sitt í röð en það er huggun harmi gegn fyrir þá að önnur úrslit kvöldsins voru þeim í hag. Liðið er með fjórum stigum meira en Selfoss og Haukar þegar þrjár umferðir eru eftir. Breiðablik - Fylkir 1-01-0 Kristinn Steindórsson (49.) Áhorfendur: 1.653 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 8 Skot (á mark): 13-10 (8-5) Varin skot: Kale 4 - Fjalar 7 Horn: 7-9 Aukaspyrnur fengnar: 9-9 Rangstöður: 0-2Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 8 Jökull Elísabetarson 7 Kári Ársælsson 7 Elfar Freyr Helgason 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Finnur Orri Margeirsson 8* - Maður leiksins Guðmundur Kristjánsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 5 (62. Andri Rafn Yeoman 6) Haukur Baldvinsson 7 (73. Guðmundur Pétursson -) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6Fylkir 4-5-1 Fjalar Þorgeirsson 8 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Þórir Hannesson 7 Davíð Þór Ásbjörnsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Andrés Már Jóhannesson 7 Andri Már Hermannsson 7 (73. Friðrik Ingi Þráinsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 5 Jóhann Þórhallsson 6 (88. Ragnar Bragi Sveinsson -) Albert Brynjar Ingason 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Sjá meira
Blikar eru komnir í efsta sætið í Pepsi-deild karla eftir 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks. Það var flottur fótboltaleikur sem í boði var á Kópavogsvelli. Sá sem hér skrifar viðurkennir að hafa búist við öruggum sigri heimamanna þegar hann skoðaði leikskýrsluna fyrir leik en raunin varð önnur. Fylkismenn voru án sterkra leikmanna á borð við Kristján Valdimarsson, Tómas Joð Þorsteinsson, Val Fannar Gíslason og Ólaf Stígsson en þeirra skarð fylltu ungir menn sem stóðu sig vel. Á bekknum voru svo kornungir strákar. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en fullt af flottum sóknum og góðum færum litu þó dagsins ljós. Fylkismenn fengu í raun betri færi fyrir hlé en eins og svo oft áður átti seinni hálfleikurinn svo eftir að reynast þeim illa. Blikar skoruðu eina mark leiksins eftir vel útfærða skyndisókn á 49. mínútu sem byrjaði með löngu kasti frá Ingvari Kale. Haukur Baldvinsson átti svo frábæran sprett og sendi á Finn Orra sem tók skotið. Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, náði að koma höndum í boltann sem stefndi markið þegar Kristinn Steindórsson mætti og kláraði dæmið. Eftir þetta voru Blikar líklegri til að bæta við en gestirnir að jafna. Árbæingar gáfust þó alls ekki upp og sýndu mikla vinnusemi og dugnað. Skömmu fyrir leikslok hefðu þeir getað refsað heimamönnum og jafnað. Ingimundur Níels Óskarsson fór þá illa með dauðafæri. Það voru Blikar sem fögnuðu í leikslok. Sigurinn ásamt tapi Eyjamanna á heimavelli þýðir að Blikar eru aftur komnir í toppsætið þar sem að þeir eru með stigi meira en ÍBV þegar þrjár umferðir eru eftir. Fylkismenn eru áfram í bullandi fallhættu eftir fimmta deildartapið sitt í röð en það er huggun harmi gegn fyrir þá að önnur úrslit kvöldsins voru þeim í hag. Liðið er með fjórum stigum meira en Selfoss og Haukar þegar þrjár umferðir eru eftir. Breiðablik - Fylkir 1-01-0 Kristinn Steindórsson (49.) Áhorfendur: 1.653 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 8 Skot (á mark): 13-10 (8-5) Varin skot: Kale 4 - Fjalar 7 Horn: 7-9 Aukaspyrnur fengnar: 9-9 Rangstöður: 0-2Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 8 Jökull Elísabetarson 7 Kári Ársælsson 7 Elfar Freyr Helgason 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Finnur Orri Margeirsson 8* - Maður leiksins Guðmundur Kristjánsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 5 (62. Andri Rafn Yeoman 6) Haukur Baldvinsson 7 (73. Guðmundur Pétursson -) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6Fylkir 4-5-1 Fjalar Þorgeirsson 8 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Þórir Hannesson 7 Davíð Þór Ásbjörnsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Andrés Már Jóhannesson 7 Andri Már Hermannsson 7 (73. Friðrik Ingi Þráinsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 5 Jóhann Þórhallsson 6 (88. Ragnar Bragi Sveinsson -) Albert Brynjar Ingason 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Sjá meira