Umfjöllun: Erfiður vinnudagur Blika borgaði sig Elvar Geir Magnússon skrifar 12. september 2010 16:45 Blikar eru komnir í efsta sætið í Pepsi-deild karla eftir 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks. Það var flottur fótboltaleikur sem í boði var á Kópavogsvelli. Sá sem hér skrifar viðurkennir að hafa búist við öruggum sigri heimamanna þegar hann skoðaði leikskýrsluna fyrir leik en raunin varð önnur. Fylkismenn voru án sterkra leikmanna á borð við Kristján Valdimarsson, Tómas Joð Þorsteinsson, Val Fannar Gíslason og Ólaf Stígsson en þeirra skarð fylltu ungir menn sem stóðu sig vel. Á bekknum voru svo kornungir strákar. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en fullt af flottum sóknum og góðum færum litu þó dagsins ljós. Fylkismenn fengu í raun betri færi fyrir hlé en eins og svo oft áður átti seinni hálfleikurinn svo eftir að reynast þeim illa. Blikar skoruðu eina mark leiksins eftir vel útfærða skyndisókn á 49. mínútu sem byrjaði með löngu kasti frá Ingvari Kale. Haukur Baldvinsson átti svo frábæran sprett og sendi á Finn Orra sem tók skotið. Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, náði að koma höndum í boltann sem stefndi markið þegar Kristinn Steindórsson mætti og kláraði dæmið. Eftir þetta voru Blikar líklegri til að bæta við en gestirnir að jafna. Árbæingar gáfust þó alls ekki upp og sýndu mikla vinnusemi og dugnað. Skömmu fyrir leikslok hefðu þeir getað refsað heimamönnum og jafnað. Ingimundur Níels Óskarsson fór þá illa með dauðafæri. Það voru Blikar sem fögnuðu í leikslok. Sigurinn ásamt tapi Eyjamanna á heimavelli þýðir að Blikar eru aftur komnir í toppsætið þar sem að þeir eru með stigi meira en ÍBV þegar þrjár umferðir eru eftir. Fylkismenn eru áfram í bullandi fallhættu eftir fimmta deildartapið sitt í röð en það er huggun harmi gegn fyrir þá að önnur úrslit kvöldsins voru þeim í hag. Liðið er með fjórum stigum meira en Selfoss og Haukar þegar þrjár umferðir eru eftir. Breiðablik - Fylkir 1-01-0 Kristinn Steindórsson (49.) Áhorfendur: 1.653 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 8 Skot (á mark): 13-10 (8-5) Varin skot: Kale 4 - Fjalar 7 Horn: 7-9 Aukaspyrnur fengnar: 9-9 Rangstöður: 0-2Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 8 Jökull Elísabetarson 7 Kári Ársælsson 7 Elfar Freyr Helgason 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Finnur Orri Margeirsson 8* - Maður leiksins Guðmundur Kristjánsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 5 (62. Andri Rafn Yeoman 6) Haukur Baldvinsson 7 (73. Guðmundur Pétursson -) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6Fylkir 4-5-1 Fjalar Þorgeirsson 8 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Þórir Hannesson 7 Davíð Þór Ásbjörnsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Andrés Már Jóhannesson 7 Andri Már Hermannsson 7 (73. Friðrik Ingi Þráinsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 5 Jóhann Þórhallsson 6 (88. Ragnar Bragi Sveinsson -) Albert Brynjar Ingason 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Blikar eru komnir í efsta sætið í Pepsi-deild karla eftir 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks. Það var flottur fótboltaleikur sem í boði var á Kópavogsvelli. Sá sem hér skrifar viðurkennir að hafa búist við öruggum sigri heimamanna þegar hann skoðaði leikskýrsluna fyrir leik en raunin varð önnur. Fylkismenn voru án sterkra leikmanna á borð við Kristján Valdimarsson, Tómas Joð Þorsteinsson, Val Fannar Gíslason og Ólaf Stígsson en þeirra skarð fylltu ungir menn sem stóðu sig vel. Á bekknum voru svo kornungir strákar. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en fullt af flottum sóknum og góðum færum litu þó dagsins ljós. Fylkismenn fengu í raun betri færi fyrir hlé en eins og svo oft áður átti seinni hálfleikurinn svo eftir að reynast þeim illa. Blikar skoruðu eina mark leiksins eftir vel útfærða skyndisókn á 49. mínútu sem byrjaði með löngu kasti frá Ingvari Kale. Haukur Baldvinsson átti svo frábæran sprett og sendi á Finn Orra sem tók skotið. Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, náði að koma höndum í boltann sem stefndi markið þegar Kristinn Steindórsson mætti og kláraði dæmið. Eftir þetta voru Blikar líklegri til að bæta við en gestirnir að jafna. Árbæingar gáfust þó alls ekki upp og sýndu mikla vinnusemi og dugnað. Skömmu fyrir leikslok hefðu þeir getað refsað heimamönnum og jafnað. Ingimundur Níels Óskarsson fór þá illa með dauðafæri. Það voru Blikar sem fögnuðu í leikslok. Sigurinn ásamt tapi Eyjamanna á heimavelli þýðir að Blikar eru aftur komnir í toppsætið þar sem að þeir eru með stigi meira en ÍBV þegar þrjár umferðir eru eftir. Fylkismenn eru áfram í bullandi fallhættu eftir fimmta deildartapið sitt í röð en það er huggun harmi gegn fyrir þá að önnur úrslit kvöldsins voru þeim í hag. Liðið er með fjórum stigum meira en Selfoss og Haukar þegar þrjár umferðir eru eftir. Breiðablik - Fylkir 1-01-0 Kristinn Steindórsson (49.) Áhorfendur: 1.653 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 8 Skot (á mark): 13-10 (8-5) Varin skot: Kale 4 - Fjalar 7 Horn: 7-9 Aukaspyrnur fengnar: 9-9 Rangstöður: 0-2Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 8 Jökull Elísabetarson 7 Kári Ársælsson 7 Elfar Freyr Helgason 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Finnur Orri Margeirsson 8* - Maður leiksins Guðmundur Kristjánsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 5 (62. Andri Rafn Yeoman 6) Haukur Baldvinsson 7 (73. Guðmundur Pétursson -) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6Fylkir 4-5-1 Fjalar Þorgeirsson 8 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Þórir Hannesson 7 Davíð Þór Ásbjörnsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Andrés Már Jóhannesson 7 Andri Már Hermannsson 7 (73. Friðrik Ingi Þráinsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 5 Jóhann Þórhallsson 6 (88. Ragnar Bragi Sveinsson -) Albert Brynjar Ingason 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti