Innlent

Sakborningar gagnrýna fjölmiðla harðlega

Átök brutust út á þingi þegar hópurinn fór á þingpallana.
Átök brutust út á þingi þegar hópurinn fór á þingpallana.

Þrír sakborningar af níu, sem hafa verið ákærðir fyrir að ryðjast inn í Alþingishúsið í desember á síðasta ári, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir gagnrýna meðal annars fjölmiðla, lýðræði, vald og fleira. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun en málinu var áður vísað frá þegar í ljós kom að einn starfsmanna þingsins og lagði fram bótakröfu var hálf systir ríkissaksóknara.

Greinin þrímenninganna má finna hér fyrir neðan.

Þó vill Vísir taka fram að það var reynt að ná viðtali við þessa einstaklinga og fleiri sem hafa verið ákærðir áður en málið var dómtekið og vísað frá í upphafi. Með fylgir hlekkur að viðtali við einn mótmælanda sem hefur verið ákærður vegna málsins og náðist í.


Tengdar fréttir

Íhugar að játa til að spara skattfé

Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×