Íslenski boltinn

Arnar Sveinn: Ætlum að klára sumarið með stæl

Ari Erlingsson skrifar

Arnar Sveinn Geirsson var frískur í sóknarleik Valsmanna. Skoraði eitt og fiskaði víti. Arnar var því skiljanlega glaðbeittur í samtali við blaðamann að leik loknum.

„Ég er mjög sáttur við mína menn og kannski eina sem ég er ekki sáttur við er sú staðreynd að við héldum ekki hreinu. Við ætluðum okkur að halda hreinu marki en maður getur nú varla kvartað yfir 5-1 sigri. Ég var sáttur með mína eigin frammistöðu. Hefði svo sem getað sett fleiri mörk en það þýðir ekki að gráta það."

Aðspurður um hver skýringin væri á þessum stórsigri Valsmanna hafði Arnar þetta að segja. „Gulli hefur veitt okkur meira frjálsræði í sóknarleiknum. Við eru orðnir meira fljótandi þarna frammi. Í raun erum við með engan fastan framherja því þessir fremstu fjórir eru allir mjög hæfileikaríkir þegar þeir eru á hreyfingu og þar af leiðandi finnst mér sóknarleikurinn virka betur því við getum allir spilað framherja og kant. Það má kannski kalla þeta fljótandi 4-3-3 svo ég gerist nú fræðilegur"

Valur er það stór klúbbur að við eigum að klára alla leiki og það skiptir auðvitað máli fyrir næsta tímabil að klára sumarið í ár með stæl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×