Íslenski boltinn

KR-ingar unnu 4-2 sigur í Eyjum

Guðjón Baldvinsson.
Guðjón Baldvinsson.

KR-ingar skutu Eyjamenn af toppnum og bættu stöðu sína í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn með 4-2 sigri í Eyjum í kvöld. Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk fyrir KR en Eyjamenn fóru illa með mörg góð færi í leiknum þar á meðal vítaspyrnu í stöðunni 2-1 fyrir KR.

KR-ingar fengu nánast tveggja forgjöf í leiknum því þeir skoruðu tvö mörk á fyrstu fimm mínútnum. Guðjón Baldvinsson og Mark Rutgers komu Vesturbæjarliðinu þá í 2-0.

Eyjamenn komu sterkir inn í seinni hálfleikinn, Tony Mawejje minnkaði muninn í 1-2 á 49. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar fékk ÍBV víti.

En líkt og í fyrri leiknum þá tókst Tryggva Guðmundssyni ekki að skora úr víti framhjá Lars Moldeskred í marki KR sem varði frá honum.

Það stoppaði þó ekki Eyjamenn því sjö mínútum síðar jafnaði Þórarinn Ingi Valdimarsson leikinn en hann hafði lagt upp mark Mawejje ellefu mínútum áður.

Kjartan Henry Finnbogason fékk víti á 71. mínútu og skoraði sjálfur úr spyrnunni og kom KR í 3-2.

Eyjamenn áttu tvö dauðafæri eftir það en Guðjón Baldvinsson skoraði síðan sitt annað mark sitt í leiknum og innsiglaði þar með sigurinn.



ÍBV - KR 2-4



0-1 Guðjón Baldvinsson ('1)

0-2 Mark Rutgers ('5)

1-2 Tonny Mawejje ('49)

2-2 Þórarinn Ingi Valdimarsson ('60)

2-3 Kjartan Henry Finnbogason ('71)

2-4 Guðjón Baldvinsson ('80)

Áhorfendur: 1010

Dómari: Erlendur Eiríksson 6.

Tölfræðin:

Skot (á mark): 22 - 20 (16-14)

Varin skot: Elías 10 - Lars 14

Horn: 7-6

Aukaspyrnur fengnar: 7-10

Rangstöður: 3-2

ÍBV(4-3-3)

Elías Fannar Stefnisson 5

Matt Nicholas Garner 6

Eiður Aron Sigurbjörnsson 5

Rasmus Christiansen 6

Arnór Eyvar Ólafsson 5

(77. Eyþór Helgi Birgisson - )

Þórarinn Ingi Valdimarsson 6

(88., Anton Bjarnason - )

Andri Ólafsson 6

Finnur Ólafsson 6

Tony Maweje 5

Tryggvi Guðmundsson 6

Denis Sytnik 6

(81., Danien Justin Warlem - )

KR (4-3-3)

Lars Ivar Moldsked 9 - Maður leiksins

Skúli Jón Friðgeirsson 6

Mark Rutgers 6

Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5

Dorfi Snorrason 7

Baldur Sigurðsson 6

Bjarni Guðjónsson 6

Egill Jónsson 6

(65. Björgólfur Takefusa 5 )

Óskar Örn Hauksson 7

Guðjón Baldvinsson 8

Kjartan Henry Finnbogason 6






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×