Umfjöllun: Haukar eygja enn von eftir jafntefli í Grindavík Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. september 2010 16:45 Leik Grindavíkur og Hauka lauk með 1-1 jafntefli í Grindavík. Með þessu halda Grindvíkingar ágætis forskoti á fallsætin tvö en Haukamenn hinsvegar lyftu sér upp fyrir Selfyssinga á markatölu eftir 2-1 tap þeirra fyrir FH. Haukamenn eru fjórum stigum frá öruggu sæti og verður leikurinn í 21. Umferð gríðarlega mikilvægur þegar þeir mæta Fylkismönnum í sætinu fyrir ofan. Grindvíkingar fengu góða byrjun á leiknum í kvöld en á elleftu mínútu komust þeir yfir þegar Auðun Helgason skoraði eftir góða aukaspyrnu frá Scott Ramsay. Auðun nýtti sér sofandi hátt varnarmanna Hauka og fékk auðvelt færi sem hann kláraði mjög vel. Grindvíkingar náðu svo að setja boltann aftur í mark Hauka en þá var það dæmt af, aukaspyrna kom aftur af vinstri væng sem skoppaði á fjærstöng þar sem Giles Mbang Ondo beið og setti boltann í netið en aðstoðardómari hafði flaggað hann rangstæðan. Stuttu eftir þetta flautaði Magnús Þórisson til hálfleiks og gengu heimamenn með forystuna í búningsklefana. Það virkaði þó ekki alveg því Haukamenn komu mun áræðnari til leiks í seinni hálfleik. Þeir skoruðu eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Arnar Gunnlaugsson skaust fram fyrir varnarmenn Grindvíkinga og skoraði eftir góða fyrirgjöf frá Hilmari Geir Eiðssyni. Haukamenn reyndu áfram að pressa enda meira undir hjá þeim að ná stigunum þremur og gerði Andri Marteinsson þjálfari Hauka sóknardjarfar breytingar en Auðunn og Ólafur Örn Bjarnason voru eins og klettar í vörn Grindvíkinga. Það var svo á 88. mínútu er eina spjald leiksins kom og var liturinn á því rautt eftir tæklingu frá Scott Ramsey á Ásgeir Þór Ingólfsson. Grindvíkingar voru alveg æfir yfir þessum dóm sem var líklegast harkalegur. Þrátt fyrir það héldu heimamenn það út og fengu dýrmætt stig sem heldur þeim í ágætis fjarlægð frá fallsætunum tveimur og þeir virðast vera nánast öruggir um sæti sitt í Pepsi deildinni 2011 eftir gott gengi síðustu vikur. Grindavík - Haukar 1-1 1-0 Auðun Helgason (4.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson(50.) Áhorfendur: 902 Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 6 -10 (2-5 ) Varin skot: Óskar Pétursson 3 - Daði Lárusson 1 Horn: 3 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 13 - 13 Rangstöður: 2 - 2 Grindavík 4-5-1Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðunn Helgason 7 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Mckenna Ramsay 5 Grétar Ólafur Hjartarson 4 (73. Matthías Örn Friðriksson ) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (59. Ray Anthony Jónsson 4) Gilles Daniel Mbang Ondo 4 Haukar 4-4-2 Daði Lárusson 5 Grétar Atli Grétarsson 5 Daníel Einarsson 6 Jamie McCunnie 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Hilmar Geir Eiðsson 6 (87. Alexandre Garcia Canedo ) Ásgeir Þór Ingólfsson 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 5 (82. Garðar Ingvar Geirsson ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson 7 - maður leiksins Magnús Björgvinsson 4 (69. Hilmar Rafn Emilsson 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
Leik Grindavíkur og Hauka lauk með 1-1 jafntefli í Grindavík. Með þessu halda Grindvíkingar ágætis forskoti á fallsætin tvö en Haukamenn hinsvegar lyftu sér upp fyrir Selfyssinga á markatölu eftir 2-1 tap þeirra fyrir FH. Haukamenn eru fjórum stigum frá öruggu sæti og verður leikurinn í 21. Umferð gríðarlega mikilvægur þegar þeir mæta Fylkismönnum í sætinu fyrir ofan. Grindvíkingar fengu góða byrjun á leiknum í kvöld en á elleftu mínútu komust þeir yfir þegar Auðun Helgason skoraði eftir góða aukaspyrnu frá Scott Ramsay. Auðun nýtti sér sofandi hátt varnarmanna Hauka og fékk auðvelt færi sem hann kláraði mjög vel. Grindvíkingar náðu svo að setja boltann aftur í mark Hauka en þá var það dæmt af, aukaspyrna kom aftur af vinstri væng sem skoppaði á fjærstöng þar sem Giles Mbang Ondo beið og setti boltann í netið en aðstoðardómari hafði flaggað hann rangstæðan. Stuttu eftir þetta flautaði Magnús Þórisson til hálfleiks og gengu heimamenn með forystuna í búningsklefana. Það virkaði þó ekki alveg því Haukamenn komu mun áræðnari til leiks í seinni hálfleik. Þeir skoruðu eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Arnar Gunnlaugsson skaust fram fyrir varnarmenn Grindvíkinga og skoraði eftir góða fyrirgjöf frá Hilmari Geir Eiðssyni. Haukamenn reyndu áfram að pressa enda meira undir hjá þeim að ná stigunum þremur og gerði Andri Marteinsson þjálfari Hauka sóknardjarfar breytingar en Auðunn og Ólafur Örn Bjarnason voru eins og klettar í vörn Grindvíkinga. Það var svo á 88. mínútu er eina spjald leiksins kom og var liturinn á því rautt eftir tæklingu frá Scott Ramsey á Ásgeir Þór Ingólfsson. Grindvíkingar voru alveg æfir yfir þessum dóm sem var líklegast harkalegur. Þrátt fyrir það héldu heimamenn það út og fengu dýrmætt stig sem heldur þeim í ágætis fjarlægð frá fallsætunum tveimur og þeir virðast vera nánast öruggir um sæti sitt í Pepsi deildinni 2011 eftir gott gengi síðustu vikur. Grindavík - Haukar 1-1 1-0 Auðun Helgason (4.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson(50.) Áhorfendur: 902 Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 6 -10 (2-5 ) Varin skot: Óskar Pétursson 3 - Daði Lárusson 1 Horn: 3 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 13 - 13 Rangstöður: 2 - 2 Grindavík 4-5-1Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðunn Helgason 7 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Mckenna Ramsay 5 Grétar Ólafur Hjartarson 4 (73. Matthías Örn Friðriksson ) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (59. Ray Anthony Jónsson 4) Gilles Daniel Mbang Ondo 4 Haukar 4-4-2 Daði Lárusson 5 Grétar Atli Grétarsson 5 Daníel Einarsson 6 Jamie McCunnie 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Hilmar Geir Eiðsson 6 (87. Alexandre Garcia Canedo ) Ásgeir Þór Ingólfsson 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 5 (82. Garðar Ingvar Geirsson ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson 7 - maður leiksins Magnús Björgvinsson 4 (69. Hilmar Rafn Emilsson 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira