Umfjöllun: Haukar eygja enn von eftir jafntefli í Grindavík Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. september 2010 16:45 Leik Grindavíkur og Hauka lauk með 1-1 jafntefli í Grindavík. Með þessu halda Grindvíkingar ágætis forskoti á fallsætin tvö en Haukamenn hinsvegar lyftu sér upp fyrir Selfyssinga á markatölu eftir 2-1 tap þeirra fyrir FH. Haukamenn eru fjórum stigum frá öruggu sæti og verður leikurinn í 21. Umferð gríðarlega mikilvægur þegar þeir mæta Fylkismönnum í sætinu fyrir ofan. Grindvíkingar fengu góða byrjun á leiknum í kvöld en á elleftu mínútu komust þeir yfir þegar Auðun Helgason skoraði eftir góða aukaspyrnu frá Scott Ramsay. Auðun nýtti sér sofandi hátt varnarmanna Hauka og fékk auðvelt færi sem hann kláraði mjög vel. Grindvíkingar náðu svo að setja boltann aftur í mark Hauka en þá var það dæmt af, aukaspyrna kom aftur af vinstri væng sem skoppaði á fjærstöng þar sem Giles Mbang Ondo beið og setti boltann í netið en aðstoðardómari hafði flaggað hann rangstæðan. Stuttu eftir þetta flautaði Magnús Þórisson til hálfleiks og gengu heimamenn með forystuna í búningsklefana. Það virkaði þó ekki alveg því Haukamenn komu mun áræðnari til leiks í seinni hálfleik. Þeir skoruðu eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Arnar Gunnlaugsson skaust fram fyrir varnarmenn Grindvíkinga og skoraði eftir góða fyrirgjöf frá Hilmari Geir Eiðssyni. Haukamenn reyndu áfram að pressa enda meira undir hjá þeim að ná stigunum þremur og gerði Andri Marteinsson þjálfari Hauka sóknardjarfar breytingar en Auðunn og Ólafur Örn Bjarnason voru eins og klettar í vörn Grindvíkinga. Það var svo á 88. mínútu er eina spjald leiksins kom og var liturinn á því rautt eftir tæklingu frá Scott Ramsey á Ásgeir Þór Ingólfsson. Grindvíkingar voru alveg æfir yfir þessum dóm sem var líklegast harkalegur. Þrátt fyrir það héldu heimamenn það út og fengu dýrmætt stig sem heldur þeim í ágætis fjarlægð frá fallsætunum tveimur og þeir virðast vera nánast öruggir um sæti sitt í Pepsi deildinni 2011 eftir gott gengi síðustu vikur. Grindavík - Haukar 1-1 1-0 Auðun Helgason (4.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson(50.) Áhorfendur: 902 Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 6 -10 (2-5 ) Varin skot: Óskar Pétursson 3 - Daði Lárusson 1 Horn: 3 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 13 - 13 Rangstöður: 2 - 2 Grindavík 4-5-1Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðunn Helgason 7 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Mckenna Ramsay 5 Grétar Ólafur Hjartarson 4 (73. Matthías Örn Friðriksson ) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (59. Ray Anthony Jónsson 4) Gilles Daniel Mbang Ondo 4 Haukar 4-4-2 Daði Lárusson 5 Grétar Atli Grétarsson 5 Daníel Einarsson 6 Jamie McCunnie 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Hilmar Geir Eiðsson 6 (87. Alexandre Garcia Canedo ) Ásgeir Þór Ingólfsson 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 5 (82. Garðar Ingvar Geirsson ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson 7 - maður leiksins Magnús Björgvinsson 4 (69. Hilmar Rafn Emilsson 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Leik Grindavíkur og Hauka lauk með 1-1 jafntefli í Grindavík. Með þessu halda Grindvíkingar ágætis forskoti á fallsætin tvö en Haukamenn hinsvegar lyftu sér upp fyrir Selfyssinga á markatölu eftir 2-1 tap þeirra fyrir FH. Haukamenn eru fjórum stigum frá öruggu sæti og verður leikurinn í 21. Umferð gríðarlega mikilvægur þegar þeir mæta Fylkismönnum í sætinu fyrir ofan. Grindvíkingar fengu góða byrjun á leiknum í kvöld en á elleftu mínútu komust þeir yfir þegar Auðun Helgason skoraði eftir góða aukaspyrnu frá Scott Ramsay. Auðun nýtti sér sofandi hátt varnarmanna Hauka og fékk auðvelt færi sem hann kláraði mjög vel. Grindvíkingar náðu svo að setja boltann aftur í mark Hauka en þá var það dæmt af, aukaspyrna kom aftur af vinstri væng sem skoppaði á fjærstöng þar sem Giles Mbang Ondo beið og setti boltann í netið en aðstoðardómari hafði flaggað hann rangstæðan. Stuttu eftir þetta flautaði Magnús Þórisson til hálfleiks og gengu heimamenn með forystuna í búningsklefana. Það virkaði þó ekki alveg því Haukamenn komu mun áræðnari til leiks í seinni hálfleik. Þeir skoruðu eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Arnar Gunnlaugsson skaust fram fyrir varnarmenn Grindvíkinga og skoraði eftir góða fyrirgjöf frá Hilmari Geir Eiðssyni. Haukamenn reyndu áfram að pressa enda meira undir hjá þeim að ná stigunum þremur og gerði Andri Marteinsson þjálfari Hauka sóknardjarfar breytingar en Auðunn og Ólafur Örn Bjarnason voru eins og klettar í vörn Grindvíkinga. Það var svo á 88. mínútu er eina spjald leiksins kom og var liturinn á því rautt eftir tæklingu frá Scott Ramsey á Ásgeir Þór Ingólfsson. Grindvíkingar voru alveg æfir yfir þessum dóm sem var líklegast harkalegur. Þrátt fyrir það héldu heimamenn það út og fengu dýrmætt stig sem heldur þeim í ágætis fjarlægð frá fallsætunum tveimur og þeir virðast vera nánast öruggir um sæti sitt í Pepsi deildinni 2011 eftir gott gengi síðustu vikur. Grindavík - Haukar 1-1 1-0 Auðun Helgason (4.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson(50.) Áhorfendur: 902 Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 6 -10 (2-5 ) Varin skot: Óskar Pétursson 3 - Daði Lárusson 1 Horn: 3 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 13 - 13 Rangstöður: 2 - 2 Grindavík 4-5-1Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðunn Helgason 7 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Mckenna Ramsay 5 Grétar Ólafur Hjartarson 4 (73. Matthías Örn Friðriksson ) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (59. Ray Anthony Jónsson 4) Gilles Daniel Mbang Ondo 4 Haukar 4-4-2 Daði Lárusson 5 Grétar Atli Grétarsson 5 Daníel Einarsson 6 Jamie McCunnie 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Hilmar Geir Eiðsson 6 (87. Alexandre Garcia Canedo ) Ásgeir Þór Ingólfsson 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 5 (82. Garðar Ingvar Geirsson ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson 7 - maður leiksins Magnús Björgvinsson 4 (69. Hilmar Rafn Emilsson 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira