Umfjöllun: Haukar eygja enn von eftir jafntefli í Grindavík Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. september 2010 16:45 Leik Grindavíkur og Hauka lauk með 1-1 jafntefli í Grindavík. Með þessu halda Grindvíkingar ágætis forskoti á fallsætin tvö en Haukamenn hinsvegar lyftu sér upp fyrir Selfyssinga á markatölu eftir 2-1 tap þeirra fyrir FH. Haukamenn eru fjórum stigum frá öruggu sæti og verður leikurinn í 21. Umferð gríðarlega mikilvægur þegar þeir mæta Fylkismönnum í sætinu fyrir ofan. Grindvíkingar fengu góða byrjun á leiknum í kvöld en á elleftu mínútu komust þeir yfir þegar Auðun Helgason skoraði eftir góða aukaspyrnu frá Scott Ramsay. Auðun nýtti sér sofandi hátt varnarmanna Hauka og fékk auðvelt færi sem hann kláraði mjög vel. Grindvíkingar náðu svo að setja boltann aftur í mark Hauka en þá var það dæmt af, aukaspyrna kom aftur af vinstri væng sem skoppaði á fjærstöng þar sem Giles Mbang Ondo beið og setti boltann í netið en aðstoðardómari hafði flaggað hann rangstæðan. Stuttu eftir þetta flautaði Magnús Þórisson til hálfleiks og gengu heimamenn með forystuna í búningsklefana. Það virkaði þó ekki alveg því Haukamenn komu mun áræðnari til leiks í seinni hálfleik. Þeir skoruðu eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Arnar Gunnlaugsson skaust fram fyrir varnarmenn Grindvíkinga og skoraði eftir góða fyrirgjöf frá Hilmari Geir Eiðssyni. Haukamenn reyndu áfram að pressa enda meira undir hjá þeim að ná stigunum þremur og gerði Andri Marteinsson þjálfari Hauka sóknardjarfar breytingar en Auðunn og Ólafur Örn Bjarnason voru eins og klettar í vörn Grindvíkinga. Það var svo á 88. mínútu er eina spjald leiksins kom og var liturinn á því rautt eftir tæklingu frá Scott Ramsey á Ásgeir Þór Ingólfsson. Grindvíkingar voru alveg æfir yfir þessum dóm sem var líklegast harkalegur. Þrátt fyrir það héldu heimamenn það út og fengu dýrmætt stig sem heldur þeim í ágætis fjarlægð frá fallsætunum tveimur og þeir virðast vera nánast öruggir um sæti sitt í Pepsi deildinni 2011 eftir gott gengi síðustu vikur. Grindavík - Haukar 1-1 1-0 Auðun Helgason (4.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson(50.) Áhorfendur: 902 Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 6 -10 (2-5 ) Varin skot: Óskar Pétursson 3 - Daði Lárusson 1 Horn: 3 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 13 - 13 Rangstöður: 2 - 2 Grindavík 4-5-1Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðunn Helgason 7 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Mckenna Ramsay 5 Grétar Ólafur Hjartarson 4 (73. Matthías Örn Friðriksson ) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (59. Ray Anthony Jónsson 4) Gilles Daniel Mbang Ondo 4 Haukar 4-4-2 Daði Lárusson 5 Grétar Atli Grétarsson 5 Daníel Einarsson 6 Jamie McCunnie 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Hilmar Geir Eiðsson 6 (87. Alexandre Garcia Canedo ) Ásgeir Þór Ingólfsson 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 5 (82. Garðar Ingvar Geirsson ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson 7 - maður leiksins Magnús Björgvinsson 4 (69. Hilmar Rafn Emilsson 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Leik Grindavíkur og Hauka lauk með 1-1 jafntefli í Grindavík. Með þessu halda Grindvíkingar ágætis forskoti á fallsætin tvö en Haukamenn hinsvegar lyftu sér upp fyrir Selfyssinga á markatölu eftir 2-1 tap þeirra fyrir FH. Haukamenn eru fjórum stigum frá öruggu sæti og verður leikurinn í 21. Umferð gríðarlega mikilvægur þegar þeir mæta Fylkismönnum í sætinu fyrir ofan. Grindvíkingar fengu góða byrjun á leiknum í kvöld en á elleftu mínútu komust þeir yfir þegar Auðun Helgason skoraði eftir góða aukaspyrnu frá Scott Ramsay. Auðun nýtti sér sofandi hátt varnarmanna Hauka og fékk auðvelt færi sem hann kláraði mjög vel. Grindvíkingar náðu svo að setja boltann aftur í mark Hauka en þá var það dæmt af, aukaspyrna kom aftur af vinstri væng sem skoppaði á fjærstöng þar sem Giles Mbang Ondo beið og setti boltann í netið en aðstoðardómari hafði flaggað hann rangstæðan. Stuttu eftir þetta flautaði Magnús Þórisson til hálfleiks og gengu heimamenn með forystuna í búningsklefana. Það virkaði þó ekki alveg því Haukamenn komu mun áræðnari til leiks í seinni hálfleik. Þeir skoruðu eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Arnar Gunnlaugsson skaust fram fyrir varnarmenn Grindvíkinga og skoraði eftir góða fyrirgjöf frá Hilmari Geir Eiðssyni. Haukamenn reyndu áfram að pressa enda meira undir hjá þeim að ná stigunum þremur og gerði Andri Marteinsson þjálfari Hauka sóknardjarfar breytingar en Auðunn og Ólafur Örn Bjarnason voru eins og klettar í vörn Grindvíkinga. Það var svo á 88. mínútu er eina spjald leiksins kom og var liturinn á því rautt eftir tæklingu frá Scott Ramsey á Ásgeir Þór Ingólfsson. Grindvíkingar voru alveg æfir yfir þessum dóm sem var líklegast harkalegur. Þrátt fyrir það héldu heimamenn það út og fengu dýrmætt stig sem heldur þeim í ágætis fjarlægð frá fallsætunum tveimur og þeir virðast vera nánast öruggir um sæti sitt í Pepsi deildinni 2011 eftir gott gengi síðustu vikur. Grindavík - Haukar 1-1 1-0 Auðun Helgason (4.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson(50.) Áhorfendur: 902 Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 6 -10 (2-5 ) Varin skot: Óskar Pétursson 3 - Daði Lárusson 1 Horn: 3 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 13 - 13 Rangstöður: 2 - 2 Grindavík 4-5-1Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðunn Helgason 7 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Mckenna Ramsay 5 Grétar Ólafur Hjartarson 4 (73. Matthías Örn Friðriksson ) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (59. Ray Anthony Jónsson 4) Gilles Daniel Mbang Ondo 4 Haukar 4-4-2 Daði Lárusson 5 Grétar Atli Grétarsson 5 Daníel Einarsson 6 Jamie McCunnie 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Hilmar Geir Eiðsson 6 (87. Alexandre Garcia Canedo ) Ásgeir Þór Ingólfsson 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 5 (82. Garðar Ingvar Geirsson ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson 7 - maður leiksins Magnús Björgvinsson 4 (69. Hilmar Rafn Emilsson 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira