Íslenski boltinn

Óli Þórðar: Skref í rétta átt sem gaf þó ekki stig

Elvar Geir Magnússon skrifar
Óli Þórðar.
Óli Þórðar.

„Liðið var að virka mun betur í þessum leik en það hefur gert og ég vona að sú þróun haldi áfram í næstu leikjum," sagði Ólafur Þórðarson eftir 1-0 tap Fylkis gegn Breiðabliki í kvöld.

Árbæingar voru skipulagðir og baráttuglaðir en fóru þó tómhentir heim. „Þetta var gott skref í rétta átt en það dugar ekki til því við fáum ekkert stig fyrir það. En við verðum að taka það jákvæða út úr þessum leik."

„Það komu ungir strákar inn í liðið sem stimpluðu sig mjög vel inn og sýndu að það er fullt af ungum og efnilegum strákum í Árbæ sem eru traustsins verðir."

Er Ólafi ekki létt að liðin fyrir neðan Fylki töpuðu einnig í kvöld? „Jú jú en maður er bara númer eitt, tvö og þrjú að hugsa um eigið rassgat og það er það sem við þurfum að einbeita okkur að," sagði Ólafur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×