Enski boltinn

Eiður Smári og Patrick Vieira eru báðir á bekknum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Tottenham.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Tottenham. Mynd/AFP

Harry Redknapp, stjóri Tottenham og Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hafa tilkynnt byrjunarliðin sín fyrir óopinberan úrslitaleik liðanna um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Eiður Smári Guðjohnsen er á bekknum hjá Tottenham alveg eins og Frakkinn Patrick Vieira hjá Manchester City.  Ledley King, Aaron Lennon og Peter Crouch eru allir í byrjunarliðinu hjá Tottenham.

Gareth Barry kemur inn í lið Manchester City fyrir Patrick Vieira og er á miðjunni með Nigel De Jong.

Tottenham hefur eins stigs forskot á Manchester City og getur því tryggt sér fjórða sætið með sigri. Önnur úrslit þýða hinsvegar að City á enn möguleika á fjórða og síðasta sætinu inn í Meistaradeildinni þegar lokaumferðin fer fram um næstu helgi.

Byrjunarlið liðanna í kvöld:

Manchester City

Byrjunarlið: Fulop, Zabaleta, Toure, Kompany, Bridge, Adam Johnson, De Jong, Barry, Bellamy, Tevez, Adebayor.

Varamenn: Nielsen, Richards, Onuoha, Wright-Phillips, Santa Cruz, Sylvinho, Vieira.

Tottenham

Byrjunarlið: Gomes, Kaboul, Dawson, King, Assou-Ekotto, Lennon, Huddlestone, Modric, Bale, Crouch, Defoe.

Varamenn: Alnwick, Bentley, Jenas, Pavlyuchenko, Palacios, Eiður Smári Guðjohnsen, Bassong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×