Fótbolti

Kaldhæðnisleg örlög Ballack sem missir af HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin-Prince Boateng tæklar hér Michael Ballack í leiknum um helgina.
Kevin-Prince Boateng tæklar hér Michael Ballack í leiknum um helgina. Nordic Photos / AFP

Michael Ballack mun ekki spila með þýska landsliðinu á HM í Suður-Afríku í sumar þar sem hann meiddist á ökkla í bikarúrslitaleik Chelsea og Portsmouth um helgina.

Ballack á að baki 98 landsleiki en hann flaug til Þýskalands eftir leikinn á laugardaginn þar sem rannsóknir leiddu í ljós að hann er með skaddað liðband í hægri ökkla.

Ballack meiddist eftir tæklingu Kevin-Prince Boateng sem mun líklega leika með landsliði Gana sem mætir einmitt Þýskalandi í fyrstu umferð D-riðils.

Það er þó kaldhæðnislegt að Boateng er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en fékk grænt ljós á að spila með Gana á HM í sumar frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir aðeins örfáum dögum.

Boateng klúðraði síðar vítaspyrnu í leiknum en nokkrum mínútum eftir það skoraði Didier Drogba sigurmark Chelsea sem vann, 1-0.






Tengdar fréttir

Boateng má spila með Gana

Þýski miðvallarleikmaðurinn Kevin Prince Boateng má spila með Gana á HM í Suður-Afríku í sumar. Þetta fullyrðir knattspyrnusamband Gana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×