Heimir: Óska Ólafi til hamingju 26. september 2010 06:00 Heimir er hér lengst til vinstri á myndinni. Mynd/Valli Heimir Guðjónsson var sáttur við sína menn eftir 3-0 sigur FH á Fram í lokaumferð Pepsi-deildar karla í gær. FH jafnaði þar með Breiðablik að stigum en síðarnefnda liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á markatölu. „Við gerðum það sem í okkar valdi stóð og kláruðum þetta mót með sæmd en ég vil nota tækifærið og óska Breiðabliki til hamingju með meistaratitilinn og sérstaklega þjálfaranum Ólafi Kristjánssyni því hann á þetta skilið," sagði Heimir. „Við gerðum það sem við þurftum að gera í þessum leik og spiluðum ekkert sérstaklega vel. Mér fannst við alltaf vera liðið sem vildi vinna þennan leik. Við komum út og vorum að sækja á mörgum mönnum og Framliðið er bara þannig samsett að þeir eru vel skipulagðir og svo beita þeir skyndísóknum. Við vorum að hleypa þeim í skyndisóknirnar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér þetta aldre vera spurning." Gunnar Kristjánsson skoraði tvö marka FH í gær eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Björn Daníel Sverrisson. „Gunni Kristjáns kom í þenann klúbb í glugganum og hefur staðið sig mjög vel þegar hann hefur verið að koma inn á. Staðan var 0-0 og við þurftum að sækja þessi stig. Hann kom sterkur inn í leikinn." FH-ingar þurfa nú að sætta sig við annað sæti Pepsi-deildar karla í ár en liðið varð bikarmeistari fyrr í sumar. „Við stefndum að því að vinna tvöfalt í sumar og það er nú bara þannig hjá FH að það er krafa um það að það sé verið að keppa um þessa titla sem eru í boði. Við getum því ekki verið sáttir eftir þetta sumar en verðum bara að safna liðið og vera klárir fyrir næsta tímabil." „Við vorum sjálfum okkur verstir á köflum í sumar og vantaði að menn leggðu harðar að sér í nokkrum leikjum. Engu að síður þá reyndum við og við unnum sex síðustu leikina í deildinni." „Ég er búinn að vera í þrjú ár með þetta lið og þetta er lélegasta tímabilið. Við fengum 47 stig árið 2008, 51 stig 2009 og 44 stig núna sem er slakasti árangurinn undir minni stjórn. Við þurfum að setjast niður eftir tímabilið og reyna að bæta okkar leik." „Ég reikna með því að leikmennirnir verði áfram og það er góður kjarni í FH. Það er að koma upp mikið af öflugum strákum og FH er ekkert að fara að gefast upp. Við munum mæta sterkir til leiks að ári." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Heimir Guðjónsson var sáttur við sína menn eftir 3-0 sigur FH á Fram í lokaumferð Pepsi-deildar karla í gær. FH jafnaði þar með Breiðablik að stigum en síðarnefnda liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á markatölu. „Við gerðum það sem í okkar valdi stóð og kláruðum þetta mót með sæmd en ég vil nota tækifærið og óska Breiðabliki til hamingju með meistaratitilinn og sérstaklega þjálfaranum Ólafi Kristjánssyni því hann á þetta skilið," sagði Heimir. „Við gerðum það sem við þurftum að gera í þessum leik og spiluðum ekkert sérstaklega vel. Mér fannst við alltaf vera liðið sem vildi vinna þennan leik. Við komum út og vorum að sækja á mörgum mönnum og Framliðið er bara þannig samsett að þeir eru vel skipulagðir og svo beita þeir skyndísóknum. Við vorum að hleypa þeim í skyndisóknirnar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér þetta aldre vera spurning." Gunnar Kristjánsson skoraði tvö marka FH í gær eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Björn Daníel Sverrisson. „Gunni Kristjáns kom í þenann klúbb í glugganum og hefur staðið sig mjög vel þegar hann hefur verið að koma inn á. Staðan var 0-0 og við þurftum að sækja þessi stig. Hann kom sterkur inn í leikinn." FH-ingar þurfa nú að sætta sig við annað sæti Pepsi-deildar karla í ár en liðið varð bikarmeistari fyrr í sumar. „Við stefndum að því að vinna tvöfalt í sumar og það er nú bara þannig hjá FH að það er krafa um það að það sé verið að keppa um þessa titla sem eru í boði. Við getum því ekki verið sáttir eftir þetta sumar en verðum bara að safna liðið og vera klárir fyrir næsta tímabil." „Við vorum sjálfum okkur verstir á köflum í sumar og vantaði að menn leggðu harðar að sér í nokkrum leikjum. Engu að síður þá reyndum við og við unnum sex síðustu leikina í deildinni." „Ég er búinn að vera í þrjú ár með þetta lið og þetta er lélegasta tímabilið. Við fengum 47 stig árið 2008, 51 stig 2009 og 44 stig núna sem er slakasti árangurinn undir minni stjórn. Við þurfum að setjast niður eftir tímabilið og reyna að bæta okkar leik." „Ég reikna með því að leikmennirnir verði áfram og það er góður kjarni í FH. Það er að koma upp mikið af öflugum strákum og FH er ekkert að fara að gefast upp. Við munum mæta sterkir til leiks að ári."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira