Innlent

Ásta Ragnheiður óskar Litháum til hamingju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er stödd í Litháen og færir Litháum kveðjur Íslendinga. Mynd/ Vilhelm.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er stödd í Litháen og færir Litháum kveðjur Íslendinga. Mynd/ Vilhelm.
Í dag eru 20 ár liðin síðan að litháíska þingið samþykkti sjálfstæðisyfirlýsingu landsins. Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, er stödd í Litháen af þessu tilefni til þess að færa litháísku þjóðinni heillaóskir Alþingis sem samþykktar voru með sérstakri þingsályktun á mánudaginn. Íslendingar voru fyrstir þjóða til þess að viðurkenna sjálfstæði Litháen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×