Innlent

Norskur stjörnulögfræðingur í mál við Ísland

Óli Tynes skrifar
Morten Furuholmen.
Morten Furuholmen. Mynd/Friðrik Þór Halldórsson

Norski lögfræðingurinn Morten Furuholmen hefur í nógu að snúast. Hann er nú á Íslandi til að undirbúa málshöfðun gegn íslenskum stjórnvöldum fyrir að neita norskum Vítisenglum um landgöngu.

Furuholmen kom til Íslands í gær ásamt leiðtoga norsku Vítisenglanna Leif Ivar Kristiansen. Leif Ivar var handtekinn við komuna og sendur úr landi í morgun.

Furuholmen sagði í samtali við fréttastofu að sér væri brugðið við handtökuna enda væri hún tilefnislaus, Leif Ivar hafi aldrei brotið lög á Íslandi þótt hann sé á sakaskrá í Noregi.

En Furuholmen þarf að berjast á fleiri vígstöðvum. Í gær gerði norska lögreglan húsleit á þrem stöðum hjá Vítisenglunum og voru fjórir handteknir.

Norska blaðið Aftenposten segir frá því að lögmaðurinn sé á Íslandi en hann hafi sent SMS skilaboð til blaðsins þar sem hann segði að handtökurnar væru tilefnislausar.

Furuholmen er einnig lögmaður tveggja norskra málaliða sem hafa verið dæmdir til dauða fyrir morð í Afríkuríkinu Kongó.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×