Innlent

Sigrún Pálína fékk Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir fékk Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta.
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir fékk Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta.
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir hefur fengið veitta Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta fyrir árið 2010. Í rökstuðningi með viðurkenningunni segir að Sigrún Pálína hafi sýnt ótrúlega þrautseigju og hugrekki með því að segja sögu sína, þrátt fyrir ítrekaðar og öflugar þöggunartilraunir.

Stígamót segja að Sigrúnu Pálínu hafi tekist, eftir áratuga baráttu, að fá viðurkenningu kirkjunnar á misgjörðum sem hún hafi verið beitt. Með því hafi hún verið fyrirmyng fyrir marga sem í langan tíma hafi þagað yfir óretti. Sigrún Pálína hafi vakið hjá fólki þrána eftir að fá viðurkenningju á ofbeldi sem það hafi verið beitt. Hún hafi aukið Stígamótafólki bjartsýni á að réttlætið sigri að lokum.

Sigrún Pálína hefur sakað Ólaf Skúlason, fyrrverandi biskup Íslands, um kynferðisbrot gegn sér á meðan að hún var sóknarbarn hans. Barátta hennar hefur staðið lengi yfir en í haust samþykkti Kirkjuráð að hefja undirbúning að rannsókn um starfshætti og viðbrögð kirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×