Erlent

Enn ein innköllun hjá Toyota

Óli Tynes skrifar
Toyota Prius; innkallaður.
Toyota Prius; innkallaður.

Toyota verksmiðjurnar hafa kallað inn yfir 430 þúsund eintök af flaggskipi sínu Toyota Prius vegna galla í bremsukerfi.

Þetta er mikið áfall fyrir verksmiðjurnar sem undanfarnar vikur hafa þurft að innkalla hundruð þúsunda bíla af gerðinni Lexus og Sai. Síðarnefnda tegundin er aðeins seld í Japan.

Þetta hefur meðal annars leitt til tuttugu prósenta verðfalls á hlutabréfum í fyrirtækinu.

Ritstjóri bílatímaritsins What Car, Steve Fowler sagði í samtali við Sky fréttastofuna að líklega hefði þetta mest áhrif á framtíðarkaupendur Toyota.

Þeir sem ættu Toyota bíla fyrir yrðu sjálfsagt sáttir eftir að þeir væru búnir að fara með bíla sína á verkstæði og láta gera við þá.

Þeir sem hefðu verið að hugsa um að fá sér nýjan bíl yrðu hinsvegar í vafa um hvort þeir ættu að treysta Toyota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×