Innlent

Brutu rúðu á lögreglustöðinni með slökkvitæki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rúða var brotin í húsnæði lögreglunnar á Grindavik um eittleytið í nótt.

Slökkvitæki var hent inn um rúðuna og endaði það inni á miðju gólfi lögreglustöðvarinnar. Lögreglumenn í Grindavík voru í eftirlitsferð þegar að þetta gerðist þannig að þeim varð ekki meint af. Hins vegar eyðilagðist tölvuskjár inni í lögreglustöðinni.

Ekki er vitað hvaða bíræfni maður eða menn voru þarna að verki en málið er í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×