Enski boltinn

Coleman rekinn frá Coventry

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Coventry City rak í morgun knattspyrnustjórann sinn, Chris Coleman. Coventry hafnaði í 19. sæti í ensku 1. deildinni og það var einfaldlega ekki nógu gott.

Coleman tók við liðinu í febrúar árið 2008 og bjargaði liðinu þá frá falli og liðið hafnaði síðan í 17. sæti í fyrra..

Framfarir liðsins hafa síðan ekki verið neinar og því hefur Coventry ákveðið að veðja á annan knattspyrnustjóra næsta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×