Icesave á ekki að trufla ferlið 15. janúar 2010 06:00 Stefán Haukur Jóhannesson „Umsóknin er á áætlun, ekkert hefur breyst hvað það varðar og engar vísbendingar komið fram um annað en að hún hafi sinn gang." Þetta segir Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Að hans sögn hafa þau skilaboð borist frá framkvæmdastjórn sambandsins að aðildarumsóknin sé ótengd Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga. Litið sé svo á að málin séu aðskilin. Þann skilning áréttaði Stefan Fule, væntanlegur nýr stækkunarstjóri Evrópusambandsins, í yfirheyrslum í Evrópuþinginu í fyrradag. Stefán Haukur segir að því stefnt af beggja hálfu að umsókn Íslands verði tekin til formlegrar umfjöllunar á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna undir lok mars. Á honum verði tekin ákvörðun um að hefja viðræður. Íslenska samninganefndin mun koma saman í Reykjavík á mánudag og halda áfram efnislegum undirbúningi fyrir fyrirhugaðar aðildarviðræður. Tékkinn Stefan Fule er tilnefndur í embætti framkvæmdastjóra stækkunarmála í nýrri framkvæmdastjórn ESB. Afráðið er að Jose Manuel Barroso verði áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar. Verðandi framkvæmdastjórar sitja þessa dagana fyrir svörum í Evrópuþinginu en það er til þess að samþykkja nýja framkvæmdastjórn. Fule hefur sinnt stjórnmálum í föðurlandi sínu en lengst af verið í utanríkisþjónustu þess. Hefur hann verið sendiherra Tékklands hjá Atlantshafsbandalaginu, Sameinuðu þjóðunum og í Bretlandi. - bþs Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
„Umsóknin er á áætlun, ekkert hefur breyst hvað það varðar og engar vísbendingar komið fram um annað en að hún hafi sinn gang." Þetta segir Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Að hans sögn hafa þau skilaboð borist frá framkvæmdastjórn sambandsins að aðildarumsóknin sé ótengd Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga. Litið sé svo á að málin séu aðskilin. Þann skilning áréttaði Stefan Fule, væntanlegur nýr stækkunarstjóri Evrópusambandsins, í yfirheyrslum í Evrópuþinginu í fyrradag. Stefán Haukur segir að því stefnt af beggja hálfu að umsókn Íslands verði tekin til formlegrar umfjöllunar á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna undir lok mars. Á honum verði tekin ákvörðun um að hefja viðræður. Íslenska samninganefndin mun koma saman í Reykjavík á mánudag og halda áfram efnislegum undirbúningi fyrir fyrirhugaðar aðildarviðræður. Tékkinn Stefan Fule er tilnefndur í embætti framkvæmdastjóra stækkunarmála í nýrri framkvæmdastjórn ESB. Afráðið er að Jose Manuel Barroso verði áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar. Verðandi framkvæmdastjórar sitja þessa dagana fyrir svörum í Evrópuþinginu en það er til þess að samþykkja nýja framkvæmdastjórn. Fule hefur sinnt stjórnmálum í föðurlandi sínu en lengst af verið í utanríkisþjónustu þess. Hefur hann verið sendiherra Tékklands hjá Atlantshafsbandalaginu, Sameinuðu þjóðunum og í Bretlandi. - bþs
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira