Innlent

Stór rannsókn á áhrifum ösku á fólk

Nú þegar öskufall er að verða að daglegum viðburði á höfuðborgarsvæðinu og ekkert útlit fyrir endalok þess, fer fram stór rannsókn á vegum Landlæknisembættisins á áhrifum ösku á fólk.

Þótt erfitt sé að segja til um öskufall á næstunni, gæti það orðið viðvarandi vandamál fram eftir sumri. Verði sumarið vætusamt dregur úr áhrifunum. Verði hins vegar þurrt og vindasamt fram á vetur og snjói yfir öskuna gæti áhrifa hennar í versta falli gætt í nokkur ár.

Á vegum Landlæknisembættisins fer nú fram stór rannsókn á áhrifum öskufalls á fólk. Sóttvarnarlæknir reiknar með að rannsóknin gæti að lokum náð til hundruða manna á mesta öskufallssvæðinu.

Í 30 ára gamalli rannsókn eftir sprengigos í Sankti Helen eldfjallinu komu engin langvarandi áhrif fram vegna öskunnar, bráðaeinkennin voru hins vegar hálssærindi og hósti.

Hann telur áhrif á íbúa höfuðborgarsvæðisins hverfandi, eða svipuð og þegar mikið svifryk mælist vegna annarra þátta á borð við mengun frá Evrópu og notkun nagladekkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×