Fótbolti

Gareth Barry fer í ítarlega læknisskoðun í fyrramálið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Gareth Barry.
Gareth Barry. GettyImages
Gareth Barry mun eyða þriðjudagsmorgninum í einni ítarlegustu læknisskoðun sem sögur fara af. Ákveðið verður eftir það hvort hann komist með enska landsliðinu á HM. Fabio Capello eyrnamerkir Barry sem lykilmann í liðinu, en jafn góður maður við hlið Frank Lampard á miðjunni er vandfundinn, að hans sögn. Ef Barry nær einhverjum leik í riðlakeppninni, jafnvel aðeins einum, fer hann með. Capello hefur breytt hugmyndum sínum varðandi miðjuna á þann hátt að James Milner fer með, en sem miðjumaður en ekki kantmaður. Það þýðir að Shaun Wright-Phillips eða Joe Cole gætu farið með sem kantmenn, ásamt Aaron Lennon og Theo Walcott. Capello tilkynnir liðið sitt sem fer á HM á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×