Fótbolti

Eggert loksins valinn efnilegastur hjá Hearts í fjórðu tilraun

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eggert í leik með Hearts gegn nýkringdum meisturum í Rangers.
Eggert í leik með Hearts gegn nýkringdum meisturum í Rangers. Getty Images
Eggert Gunnþór Jónsson hefur verið valinn efnilegasti leikmaður félags sins, Hearts. Á heimasíðu félagsins segir að Eggert hafi átt framúrskarandi tímabil og honum sé verðlaunað með þessum heiðri.

Jim Jeffries stjóri félagsins afhenti Eggerti verðlaunin á hátíðarkvöldverði félagsins en í samtali við heimasíðuna sagðist Íslendingurinn vera afar stoltur.

"Ég er mjög stoltur af þessu augnabili og þetta eru sérstök verðlaun að veita viðtöku. Ég held að þetta sé í fjórða sinn sem ég er tilnefndur og það er því frábært að ná loksins að vinna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×