Innlent

Átta mánaða fangelsi og 13 milljónir í bætur

mYND ÚR SAFNI

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir að slá mann í höfuðið svo af hlaust alvarlegur heilaskaði. Maðurinn var ennfremur dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu þrettán milljónir króna í skaðabætur auk þess að greiða rúma milljón í sakarkostnað.

Árásin var gerð á skemmtistað í Reykjavík í mars á síðasta ári. Maðurinn viðurkenndi að hafa slegið fórnarlambið í höfuðið en hélt því fram að hann hefði verið að bregðast við yfirvofandi árás frá fórnarlambinu. Dómara þótti ekki sannað að frásögn mannsins væri rétt en fórnarlambið kvaðst ekki muna eftir undanfara árásarinnar. Þá var það einnig talið til refsiþyngingar að maðurinn hafi tvívegis áður verið dæmdur fyrir líkamsárás.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×