Óheppilegt að boðið sé upp á ólík úrræði 15. janúar 2010 04:00 Fólki með húsnæðislán bjóðast mismunandi leiðir til greiðsluaðlögunar eftir því við hvaða lánastofnun það skiptir. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, telur það óeðlilegt. fréttablaðið/gva Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, vill að Arion og Landsbankinn fari að dæmi Íslandsbanka og bjóði öllum skuldurum fasteignalána höfuðstólsleiðréttingu. Fjallað var um greiðsluúrræði bankanna á fundi viðskiptanefndar í vikunni. Útskýrðu fulltrúar bankanna þriggja þær leiðir sem þeir bjóða upp á. Lilja segir úrræðin misjöfn; Arion og Landsbankinn bjóði upp á svokallaða 110 prósenta leið þar sem höfuðstóll láns er færður niður í 110 prósent af markaðsvirði eignar en Íslandsbanki bjóði upp á lækkun höfuðstóls um tiltekna prósentu, eftir því hvort lánin eru í íslenskum krónum eða erlendri mynt. „Ég myndi vilja sjá Arion-banka og Landsbankann fara sömu leið og Íslandsbanki, að bjóða öllum leiðréttingu á höfuðstól,“ segir Lilja sem telur 110 prósenta leiðina fyrst og fremst gagnast fólki sem hafði háar tekjur fyrir hrun og gat því fengið lán langt umfram verðmæti eigna. Sá hópur sé lítill. Tekjulágt fólk eigi kost á sambærilegri leið, greiðsluaðlögun innan bankanna. Hún sé hugsuð fyrir þá sem ómögulega geti staðið undir afborgunum eftir þann forsendubrest sem varð við 25 prósenta verðbólgu og 40 prósenta gengisfall. Eftir standi stærsti hópurinn, fólk með millitekjur sem vitaskuld mátti þola sama forsendubrest. Þeim hópi standi engin leiðrétting til boða. „Sá hópur er ekki sáttur, við heyrum það mjög vel. Það fólk vill fá einhverja leiðréttingu líka,“ segir Lilja. Aðrir lánveitendur en stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða, að sögn Lilju, einungis upp á lögbundin úrræði. Þau eru annars vegar greiðslujöfnun og hins vegar greiðsluaðlögun með íhlutun dómskerfisins. Á það við um Íbúðalánasjóð, sparisjóðina og lífeyrissjóðina. „Úrræðin eru því mismunandi eftir lánastofnunum og af því hef ég áhyggjur. Mismunandi eftiráaðgerðir eru ósanngjarnar. Fólk sem nú berst við að halda fasteignum sínum vissi ekki þegar það tók lán hvaða úrræði yrðu í bönkunum seinna meir. Við því vil ég spyrna við fótum.“ Lilja kveðst ekki telja að svo stöddu þörf á lagasetningu um að allar lánastofnanir veiti sömu úrræði. Eftirlitsnefnd eigi, lögum samkvæmt, að fylgjast með aðgerðum lánveitenda og gæta að sanngirni og jafnræði. Nefndin sé nýskipuð og taki senn til starfa. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, vill að Arion og Landsbankinn fari að dæmi Íslandsbanka og bjóði öllum skuldurum fasteignalána höfuðstólsleiðréttingu. Fjallað var um greiðsluúrræði bankanna á fundi viðskiptanefndar í vikunni. Útskýrðu fulltrúar bankanna þriggja þær leiðir sem þeir bjóða upp á. Lilja segir úrræðin misjöfn; Arion og Landsbankinn bjóði upp á svokallaða 110 prósenta leið þar sem höfuðstóll láns er færður niður í 110 prósent af markaðsvirði eignar en Íslandsbanki bjóði upp á lækkun höfuðstóls um tiltekna prósentu, eftir því hvort lánin eru í íslenskum krónum eða erlendri mynt. „Ég myndi vilja sjá Arion-banka og Landsbankann fara sömu leið og Íslandsbanki, að bjóða öllum leiðréttingu á höfuðstól,“ segir Lilja sem telur 110 prósenta leiðina fyrst og fremst gagnast fólki sem hafði háar tekjur fyrir hrun og gat því fengið lán langt umfram verðmæti eigna. Sá hópur sé lítill. Tekjulágt fólk eigi kost á sambærilegri leið, greiðsluaðlögun innan bankanna. Hún sé hugsuð fyrir þá sem ómögulega geti staðið undir afborgunum eftir þann forsendubrest sem varð við 25 prósenta verðbólgu og 40 prósenta gengisfall. Eftir standi stærsti hópurinn, fólk með millitekjur sem vitaskuld mátti þola sama forsendubrest. Þeim hópi standi engin leiðrétting til boða. „Sá hópur er ekki sáttur, við heyrum það mjög vel. Það fólk vill fá einhverja leiðréttingu líka,“ segir Lilja. Aðrir lánveitendur en stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða, að sögn Lilju, einungis upp á lögbundin úrræði. Þau eru annars vegar greiðslujöfnun og hins vegar greiðsluaðlögun með íhlutun dómskerfisins. Á það við um Íbúðalánasjóð, sparisjóðina og lífeyrissjóðina. „Úrræðin eru því mismunandi eftir lánastofnunum og af því hef ég áhyggjur. Mismunandi eftiráaðgerðir eru ósanngjarnar. Fólk sem nú berst við að halda fasteignum sínum vissi ekki þegar það tók lán hvaða úrræði yrðu í bönkunum seinna meir. Við því vil ég spyrna við fótum.“ Lilja kveðst ekki telja að svo stöddu þörf á lagasetningu um að allar lánastofnanir veiti sömu úrræði. Eftirlitsnefnd eigi, lögum samkvæmt, að fylgjast með aðgerðum lánveitenda og gæta að sanngirni og jafnræði. Nefndin sé nýskipuð og taki senn til starfa. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira