Íslenski boltinn

Landsliðsþjálfarinn vill meiri stuðning áhorfenda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kallaði í gær eftir betri stuðningi áhorfenda á Laugardalsvelli.

„Ég var vissulega ánægður með stuðningsmennina en ég hefði viljað fá meiri hvatningu frá þeim, sérstaklega á fyrstu 20 mínútum síðari hálfleiks. Þá hefði ég viljað fá aðeins meira garg og læti. Það þarf líka að hjálpa okkur þegar við lendum í erfiðleikum."

Hann undirstrikaði mikilvægi stuðnings áhorfenda.

„Til þess að ná einhverjum árangri í fótbolta þarf allt að ganga upp, nánast á hverri sekúndu. Við megum aldrei misstíga okkur. Það hjálpar okkur tvímælalaust þegar fólkið stendur með okkur og það gerir okkur lífið auðveldara. Ég er ekki að segja að áhorfendur hafi ekki gert það hingað til en betur má ef duga skal."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×