Lífið

Syngur með 8 ára dóttur

Tólf jólalög eru á nýjustu sólóplötu Regínu Óskar.
fréttablaðið/valli
Tólf jólalög eru á nýjustu sólóplötu Regínu Óskar. fréttablaðið/valli
Tólf jólalög sem eru öll í sérstöku uppáhaldi hjá söngkonunni Regínu Ósk eru á nýrri jólaplötu hennar sem nefnist Regína Ósk…um gleðileg jól. Þetta er fjórða sólóplata hennar og inniheldur hún ný íslensk jólalög í bland við erlend lög með íslenskum textum. Eitt laganna samdi Regína til dóttur sinnar Anítu, sem er átta ára. Aníta syngur einmitt dúett með mömmu sinni í laginu Bráðum koma blessuð jólin. sem er nýtt jólalag eftir Trausta Bjarnason. Í framhaldinu af útgáfunni fer Regína á flug með Frostrósum og syngur með þeim á þrjátíu tónleikum í desember.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.