Fótbolti

Torres með tvö fyrir Spán - Huntelaar þrennu fyrir Holland

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Hollendingar unnu öruggan 0-5 sigur á San Marino í E-riðli í undankeppni EM í kvöld. Klaas-Jan Huntelaar skoraði þrennu.

Dirk Kuyt hafði áður komið þeim hollensku á bragðið og Ruud van Nistelrooy rak síðasta naglann í kistu San Marino.

Fernando Torres skoraði tvö mörk fyrir Heimsmeistara Spánverja sem unnu Liechtenstein í I-riðli. David Villa og David Silva skoruðu báðir eitt mark.

Villa hefur þar með skorað jafn mörg mörk og Raúl fyrir spænska landsliðið, 44, og þarf aðeins eitt í viðbót til að verða markahæsti Spánverji sögunnar.

Skotland og Litháen gerðu markalaust jafntefli í sama riðli.

Þjóðverjar unnu Belga 0-1 á útivelli í A-riðli, Miroslav Klose skoraði fyrir þá.

Ítalir voru stálheppnir að vinna Eistlendinga. Þeir lentu undir en tvö mörk í síðari hálfleik frá Antonio Cassano og Leonardo Bonucci tryggðu þeim sigur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×