Norska landsliðið á að vera betra en það íslenska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2010 09:45 Egil Drillo Olsen, landsliðsþjálfari Noregs. Mynd/Anton Fjölmargir norskir sparkspekingar hafa velt vöngum yfir leik Íslands og Noregs í undankeppni EM 2012 í kvöld. Flestir eru á þeirri skoðun að Noregur eigi að vinna leikinn í kvöld. Esten O. Sæther skrifar pistil í Dagbladet í dag þar sem hann segist ekki skilja þá sem segja að norska liðsins bíði erfitt og krefjandi á Íslandi í kvöld. Þá sé betra að vera heiðarlegur: „Norskur landsliðsfóbolti er án nokkurs vafa betri en íslenskur," skrifar hann. Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, hrósaði Íslendingum í viðtali í vikunni og sagði Ísland merkustu íþróttaþjóð Evrópu. Sæther segir að það beri að viðurkenna að íþróttauppeldi á Íslandi hafi verið vel sinnt enda sé liðið með handboltalandslið í fremstu röð í heiminum og fjölda atvinnumanna í knattspyrnu. „En á sama tíma þarf að horfa á þessi afrek í réttu ljósi. Á alþjóðlegum vettvangi er handbolti íþrótt þar sem leiðin upp á toppinn er mun styttri en í knattspyrnunni. Og í knattspyrnunni tilheyrir Ísland þeim sem ekki ná árangri þrátt fyrir að eiga stórar stjörnur. Karlalandsliðið hefur aldrei tekið þátt í úrslitakeppni stórmóts." „Í riðli okkar í síðustu undankeppni varð Ísland í neðsta sæti. Á styrkleikalista FIFA er liðið í 79. sæti en Noregur þrátt fyrir allt í 22. sæti." Sæther bendir enn fremur á að það hafi verið Eiður Smári Guðjohnsen sem hafi fyrst og fremst valdið norsku vörninni usla síðast þegar þessi lið mættust fyrir ári síðan. Nú er hann ekki með og þá skipti mestu máli fyrir norsku landsliðsmennina að sýna muninn sem á að ríkja á milli liðanna og að fara ekki á taugum við að leysa það verkefni. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Sjá meira
Fjölmargir norskir sparkspekingar hafa velt vöngum yfir leik Íslands og Noregs í undankeppni EM 2012 í kvöld. Flestir eru á þeirri skoðun að Noregur eigi að vinna leikinn í kvöld. Esten O. Sæther skrifar pistil í Dagbladet í dag þar sem hann segist ekki skilja þá sem segja að norska liðsins bíði erfitt og krefjandi á Íslandi í kvöld. Þá sé betra að vera heiðarlegur: „Norskur landsliðsfóbolti er án nokkurs vafa betri en íslenskur," skrifar hann. Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, hrósaði Íslendingum í viðtali í vikunni og sagði Ísland merkustu íþróttaþjóð Evrópu. Sæther segir að það beri að viðurkenna að íþróttauppeldi á Íslandi hafi verið vel sinnt enda sé liðið með handboltalandslið í fremstu röð í heiminum og fjölda atvinnumanna í knattspyrnu. „En á sama tíma þarf að horfa á þessi afrek í réttu ljósi. Á alþjóðlegum vettvangi er handbolti íþrótt þar sem leiðin upp á toppinn er mun styttri en í knattspyrnunni. Og í knattspyrnunni tilheyrir Ísland þeim sem ekki ná árangri þrátt fyrir að eiga stórar stjörnur. Karlalandsliðið hefur aldrei tekið þátt í úrslitakeppni stórmóts." „Í riðli okkar í síðustu undankeppni varð Ísland í neðsta sæti. Á styrkleikalista FIFA er liðið í 79. sæti en Noregur þrátt fyrir allt í 22. sæti." Sæther bendir enn fremur á að það hafi verið Eiður Smári Guðjohnsen sem hafi fyrst og fremst valdið norsku vörninni usla síðast þegar þessi lið mættust fyrir ári síðan. Nú er hann ekki með og þá skipti mestu máli fyrir norsku landsliðsmennina að sýna muninn sem á að ríkja á milli liðanna og að fara ekki á taugum við að leysa það verkefni.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Sjá meira