Rúnar: Bara æsifréttamennska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2010 09:15 Rúnar Kristinsson. Rúnar Kristinsson gefur ekki mikið fyrir staðhæfingar norskra fjölmiðla um að hann hafi njósnað um norska liðið á æfingu þess á Laugardalsvelli í gær. Sjónvarpsstöðin TV2 birti í gær frétt um málið þar sem rætt við leikmenn, þjálfara og forráðamenn norska landsliðsins. Þeir segja þetta slæmt og að heiðursmannasamkomulag ríki um að gera þetta ekki. „Ég væri ansi lélegur njósnari ef ég sæti fyrir allra augum á Laugardalsvelli með blað og penna alla æfinguna," sagði Rúnar. „Æfingin var opin fjölmiðlum fyrstu 20 mínúturnar og þegar þeir fóru þá fór ég sjálfur." „Enda var TV2 með myndir af mér sem þeir hefðu ekki getað náð öðruvísi en að vera sjálfir á vellinum. Þetta var bara æsifréttamennska." Í viðtali við Rúnar viðurkennir hann að hafa séð liðið. „Ég þekki sjónvarpsmanninn ágætlega og við vorum bara á léttu spjalli. En svo klippti hann út megnið af því sem ég sagði og tekur inn það sem honum hentar." „Ég benti til að mynda á að norskir fjölmiðlar birta sjálfir líklegt byrjunarlið Noregs daginn fyrir leik og það þarf engan stjörnufræðing til að átta sig á hvernig þeir munu líklega spila." Rúnar segir að hann hafi hringt í Nils Johan Semb, yfirmann knattspyrnumála hjá norska knattspyrnusambandinu, eftir að málið kom upp í gær. „Ég vildi vera viss um að hið rétta kæmi fram í málinu og hann sagði mér að þeir litu þetta ekki alvarlegum augum. Enda var þetta bara uppspuni hjá þessum fjölmiðli og í raun dæmigert fyrir þá norsku. Þeir fylgjast mjög vel með." En Rúnar viðurkenndi að þetta hafi ekki litið vel út í fréttinni. „Nei, þarna sat ég með risastóra myndavél fyrir aftan mig og eitthvað að fikta í græjunum," sagði hann og hló. „En það var allt og sumt. Ég lét mig hverfa á sama tíma og fjölmiðlamennirnir." Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Rúnar Kristinsson gefur ekki mikið fyrir staðhæfingar norskra fjölmiðla um að hann hafi njósnað um norska liðið á æfingu þess á Laugardalsvelli í gær. Sjónvarpsstöðin TV2 birti í gær frétt um málið þar sem rætt við leikmenn, þjálfara og forráðamenn norska landsliðsins. Þeir segja þetta slæmt og að heiðursmannasamkomulag ríki um að gera þetta ekki. „Ég væri ansi lélegur njósnari ef ég sæti fyrir allra augum á Laugardalsvelli með blað og penna alla æfinguna," sagði Rúnar. „Æfingin var opin fjölmiðlum fyrstu 20 mínúturnar og þegar þeir fóru þá fór ég sjálfur." „Enda var TV2 með myndir af mér sem þeir hefðu ekki getað náð öðruvísi en að vera sjálfir á vellinum. Þetta var bara æsifréttamennska." Í viðtali við Rúnar viðurkennir hann að hafa séð liðið. „Ég þekki sjónvarpsmanninn ágætlega og við vorum bara á léttu spjalli. En svo klippti hann út megnið af því sem ég sagði og tekur inn það sem honum hentar." „Ég benti til að mynda á að norskir fjölmiðlar birta sjálfir líklegt byrjunarlið Noregs daginn fyrir leik og það þarf engan stjörnufræðing til að átta sig á hvernig þeir munu líklega spila." Rúnar segir að hann hafi hringt í Nils Johan Semb, yfirmann knattspyrnumála hjá norska knattspyrnusambandinu, eftir að málið kom upp í gær. „Ég vildi vera viss um að hið rétta kæmi fram í málinu og hann sagði mér að þeir litu þetta ekki alvarlegum augum. Enda var þetta bara uppspuni hjá þessum fjölmiðli og í raun dæmigert fyrir þá norsku. Þeir fylgjast mjög vel með." En Rúnar viðurkenndi að þetta hafi ekki litið vel út í fréttinni. „Nei, þarna sat ég með risastóra myndavél fyrir aftan mig og eitthvað að fikta í græjunum," sagði hann og hló. „En það var allt og sumt. Ég lét mig hverfa á sama tíma og fjölmiðlamennirnir."
Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn