Íslenski boltinn

Gunnleifur: Hangeland eins og skrímsli í teignum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Anton
„Þetta er sárt tap, sérstaklega ef miðað er við hvernig við lékum í fyrri hálfleik þar sem við vorum frábærir," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður íslenska landsliðsins sem laut í gras fyrir Norðmönnum, 1-2 á Laugardalsvelli í kvöld.

„Við áttum auðvitað að halda áfram að spila okkar bolta og ná öðru marki. Þess í stað þá féllum við niður á völlinn, gáfum þeim meira pláss og hreinlega buðum þeim upp á þetta," segir Gunnleifur sem telur að það ætli að reynast erfitt fyrir Ísland að leiða leiki.

„Það ætlar að reynast okkur erfitt að komast yfir í leikjum. Við fórum yfir stöðuna í hálfleik og ætluðum að halda áfram frá því sem var horfið í fyrri hálfleik. Það tókst ekki og við verðum að reyna að laga það."

Norðmenn leggja mikið upp úr föstum leikatriðum og jöfnunarmark Norðmanna kom einmitt upp úr hornspyrnu. „Þeir eru mjög erfiðir í föstum leikatriðum og eru með leikmenn eins og Hangeland sem er eins og skrímsli í teignum," segir Gunnleifur sem telur að liðið þurfi að laga hugafarið.

„Við ætluðum okkur að vinna leikinn og við erum mjög svekktir. Við teljum okkur ekki síðri en þetta norska lið en við þurfum kannski að laga hugarfarið hjá okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×