Löngu tímabært að breyta stjórnarskrá 14. janúar 2010 06:00 Færa þurfti fundinn í stærri sal og var þó hvert sæti skipað. Fréttablaðið/GVA Ekki er lengur ásættanlegt að vald til þess að skjóta lögum sem samþykkt hafa verið á Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu liggi á herðum eins manns, þótt þjóðkjörinn sé, sagði Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, á málstofu um þjóðaratkvæðagreiðslur í gær. Björg sagði löngu tímabært að breyta stjórnarskránni. Í dag hvíli valdið á herðum forseta Íslands, og hljóti að teljast virkt eftir að forsetinn hafi nú í tvígang neitað að staðfesta lög. Valdið sé raunar án efnislegra takmarkana. „Það er bæði vaxandi og eðlileg krafa í lýðræðisþjóðfélagi að þjóðinni sé í auknum mæli falið vald til að ákveða hvernig hún vill haga tilteknum mikilvægum málum,“ segir Björg. „Ég tel að þjóðin eigi einfaldlega heimtingu á því að þjóðkjörnir fulltrúar hennar hefji umræður um heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu upp úr dægurþrasi stjórnmálanna og bregðist við með þeim hætti sem þeim er skylt í þágu umbjóðenda sinna,“ sagði Björg. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, sagði að sá möguleiki að hægt sé að skjóta mikilvægum málum til þjóðarinnar verði til þess að stjórnvöld leiti í meira mælis þverpólitísks stuðnings við sín mál. Danmörk er gott dæmi um þetta, en þar getur þriðjungur þingmanna krafist þess að lög fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta úrræði hefur aðeins einu sinni verið notað frá því það komst í lög árið 1953, sagði Eiríkur. Vitundin um að þriðjungur þingmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um viss mál hefur orðið til þess að viðhorf danskra stjórnmálamanna eru allt önnur en íslenskra, sagði Eiríkur. Þar tíðkist að reyna að ná samstöðu um mál í stað átakastjórnmála, sem Íslendingar verði ítrekað vitni að. Hann tók undir með Björgu um mikilvægi þess að stjórnarskránni verði breytt, sér í lagi ákvæðum um þjóðaratkvæði. Til dæmis ætti að setja inn ákvæði um að þjóðin fái sjálf að kjósa um breytingar á stjórnarskránni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagðist í erindi sínu í gær ekki telja að stjórnmálaflokkar í minnihluta myndu misbeita valdi sínu til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur, yrði ákvæði hliðstætt því danska sett í íslensku stjórnarskrána. Það myndi hafa veruleg áhrif á trúverðugleika og vinsældir flokks að senda hvert málið á fætur öðru í þjóðaratkvæðagreiðslu, yrði niðurstaðan ítrekað stjórnvöldum í vil. Slíkt myndi hafa bein áhrif á gengi flokksins í kosningum. brjann@frettabladid.is Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ekki er lengur ásættanlegt að vald til þess að skjóta lögum sem samþykkt hafa verið á Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu liggi á herðum eins manns, þótt þjóðkjörinn sé, sagði Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, á málstofu um þjóðaratkvæðagreiðslur í gær. Björg sagði löngu tímabært að breyta stjórnarskránni. Í dag hvíli valdið á herðum forseta Íslands, og hljóti að teljast virkt eftir að forsetinn hafi nú í tvígang neitað að staðfesta lög. Valdið sé raunar án efnislegra takmarkana. „Það er bæði vaxandi og eðlileg krafa í lýðræðisþjóðfélagi að þjóðinni sé í auknum mæli falið vald til að ákveða hvernig hún vill haga tilteknum mikilvægum málum,“ segir Björg. „Ég tel að þjóðin eigi einfaldlega heimtingu á því að þjóðkjörnir fulltrúar hennar hefji umræður um heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu upp úr dægurþrasi stjórnmálanna og bregðist við með þeim hætti sem þeim er skylt í þágu umbjóðenda sinna,“ sagði Björg. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, sagði að sá möguleiki að hægt sé að skjóta mikilvægum málum til þjóðarinnar verði til þess að stjórnvöld leiti í meira mælis þverpólitísks stuðnings við sín mál. Danmörk er gott dæmi um þetta, en þar getur þriðjungur þingmanna krafist þess að lög fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta úrræði hefur aðeins einu sinni verið notað frá því það komst í lög árið 1953, sagði Eiríkur. Vitundin um að þriðjungur þingmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um viss mál hefur orðið til þess að viðhorf danskra stjórnmálamanna eru allt önnur en íslenskra, sagði Eiríkur. Þar tíðkist að reyna að ná samstöðu um mál í stað átakastjórnmála, sem Íslendingar verði ítrekað vitni að. Hann tók undir með Björgu um mikilvægi þess að stjórnarskránni verði breytt, sér í lagi ákvæðum um þjóðaratkvæði. Til dæmis ætti að setja inn ákvæði um að þjóðin fái sjálf að kjósa um breytingar á stjórnarskránni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagðist í erindi sínu í gær ekki telja að stjórnmálaflokkar í minnihluta myndu misbeita valdi sínu til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur, yrði ákvæði hliðstætt því danska sett í íslensku stjórnarskrána. Það myndi hafa veruleg áhrif á trúverðugleika og vinsældir flokks að senda hvert málið á fætur öðru í þjóðaratkvæðagreiðslu, yrði niðurstaðan ítrekað stjórnvöldum í vil. Slíkt myndi hafa bein áhrif á gengi flokksins í kosningum. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira