Löngu tímabært að breyta stjórnarskrá 14. janúar 2010 06:00 Færa þurfti fundinn í stærri sal og var þó hvert sæti skipað. Fréttablaðið/GVA Ekki er lengur ásættanlegt að vald til þess að skjóta lögum sem samþykkt hafa verið á Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu liggi á herðum eins manns, þótt þjóðkjörinn sé, sagði Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, á málstofu um þjóðaratkvæðagreiðslur í gær. Björg sagði löngu tímabært að breyta stjórnarskránni. Í dag hvíli valdið á herðum forseta Íslands, og hljóti að teljast virkt eftir að forsetinn hafi nú í tvígang neitað að staðfesta lög. Valdið sé raunar án efnislegra takmarkana. „Það er bæði vaxandi og eðlileg krafa í lýðræðisþjóðfélagi að þjóðinni sé í auknum mæli falið vald til að ákveða hvernig hún vill haga tilteknum mikilvægum málum,“ segir Björg. „Ég tel að þjóðin eigi einfaldlega heimtingu á því að þjóðkjörnir fulltrúar hennar hefji umræður um heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu upp úr dægurþrasi stjórnmálanna og bregðist við með þeim hætti sem þeim er skylt í þágu umbjóðenda sinna,“ sagði Björg. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, sagði að sá möguleiki að hægt sé að skjóta mikilvægum málum til þjóðarinnar verði til þess að stjórnvöld leiti í meira mælis þverpólitísks stuðnings við sín mál. Danmörk er gott dæmi um þetta, en þar getur þriðjungur þingmanna krafist þess að lög fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta úrræði hefur aðeins einu sinni verið notað frá því það komst í lög árið 1953, sagði Eiríkur. Vitundin um að þriðjungur þingmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um viss mál hefur orðið til þess að viðhorf danskra stjórnmálamanna eru allt önnur en íslenskra, sagði Eiríkur. Þar tíðkist að reyna að ná samstöðu um mál í stað átakastjórnmála, sem Íslendingar verði ítrekað vitni að. Hann tók undir með Björgu um mikilvægi þess að stjórnarskránni verði breytt, sér í lagi ákvæðum um þjóðaratkvæði. Til dæmis ætti að setja inn ákvæði um að þjóðin fái sjálf að kjósa um breytingar á stjórnarskránni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagðist í erindi sínu í gær ekki telja að stjórnmálaflokkar í minnihluta myndu misbeita valdi sínu til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur, yrði ákvæði hliðstætt því danska sett í íslensku stjórnarskrána. Það myndi hafa veruleg áhrif á trúverðugleika og vinsældir flokks að senda hvert málið á fætur öðru í þjóðaratkvæðagreiðslu, yrði niðurstaðan ítrekað stjórnvöldum í vil. Slíkt myndi hafa bein áhrif á gengi flokksins í kosningum. brjann@frettabladid.is Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Ekki er lengur ásættanlegt að vald til þess að skjóta lögum sem samþykkt hafa verið á Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu liggi á herðum eins manns, þótt þjóðkjörinn sé, sagði Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, á málstofu um þjóðaratkvæðagreiðslur í gær. Björg sagði löngu tímabært að breyta stjórnarskránni. Í dag hvíli valdið á herðum forseta Íslands, og hljóti að teljast virkt eftir að forsetinn hafi nú í tvígang neitað að staðfesta lög. Valdið sé raunar án efnislegra takmarkana. „Það er bæði vaxandi og eðlileg krafa í lýðræðisþjóðfélagi að þjóðinni sé í auknum mæli falið vald til að ákveða hvernig hún vill haga tilteknum mikilvægum málum,“ segir Björg. „Ég tel að þjóðin eigi einfaldlega heimtingu á því að þjóðkjörnir fulltrúar hennar hefji umræður um heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu upp úr dægurþrasi stjórnmálanna og bregðist við með þeim hætti sem þeim er skylt í þágu umbjóðenda sinna,“ sagði Björg. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, sagði að sá möguleiki að hægt sé að skjóta mikilvægum málum til þjóðarinnar verði til þess að stjórnvöld leiti í meira mælis þverpólitísks stuðnings við sín mál. Danmörk er gott dæmi um þetta, en þar getur þriðjungur þingmanna krafist þess að lög fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta úrræði hefur aðeins einu sinni verið notað frá því það komst í lög árið 1953, sagði Eiríkur. Vitundin um að þriðjungur þingmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um viss mál hefur orðið til þess að viðhorf danskra stjórnmálamanna eru allt önnur en íslenskra, sagði Eiríkur. Þar tíðkist að reyna að ná samstöðu um mál í stað átakastjórnmála, sem Íslendingar verði ítrekað vitni að. Hann tók undir með Björgu um mikilvægi þess að stjórnarskránni verði breytt, sér í lagi ákvæðum um þjóðaratkvæði. Til dæmis ætti að setja inn ákvæði um að þjóðin fái sjálf að kjósa um breytingar á stjórnarskránni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagðist í erindi sínu í gær ekki telja að stjórnmálaflokkar í minnihluta myndu misbeita valdi sínu til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur, yrði ákvæði hliðstætt því danska sett í íslensku stjórnarskrána. Það myndi hafa veruleg áhrif á trúverðugleika og vinsældir flokks að senda hvert málið á fætur öðru í þjóðaratkvæðagreiðslu, yrði niðurstaðan ítrekað stjórnvöldum í vil. Slíkt myndi hafa bein áhrif á gengi flokksins í kosningum. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira