Friðjón Einarsson, verkefnisstjóri, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í gær. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi, sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu hafnaði í öðru sæti.
Alls kusu 1302 í prófkjörinu. Ekki reyndi á kynjareglu framboðsins sem var að a.m.k. 2 af hvoru kyni yrðu að vera í 5 efstu sætunum. Auk þess að ekki væru fleiri en 2 af sama kyni í röð í þeim sætum, þar sem neðangreind niðurstaða er í samræmi við þær reglur.
1. Friðjón Einarsson og 587 atkvæði í það sæti.
2. Guðbrandur Einarsson með 591 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Guðný Kristjánsdóttir með 736 atkvæði í 1.-3. sæti
4. Eysteinn Eyjólfsson með 636 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Jenný Þórkatla Magnúsdóttir með 607 atkvæði í 1.-5. sæti.
Fyrir fjórum árum bauð Samfylkingin fram ásamt Framsóknarflokknum undir merkjum A-listans. A-listinn fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn sjö.
Friðjón leiðir Samfylkinguna í Reykjanesbæ
