Innlent

Opnun fangelsis í Bitru frestað

Ekkert verður af opnun fangelsins í Bitru í Flóahreppi dag, líkt og til stóð þar sem ekki hefur verið gengið frá skipulagsmálum að fullu. Síðustu daga hafa menn verið að gera allt klárt fyrir opnun fangelsisins en þar var áður kvennafangelsi til margra ára.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segist vonast til þess að hægt verið að opna í næstu viku. Um er að ræða svokallað opið fangelsi, svipað og rekið er á Kvíabryggju með pláss fyrir 16 til 20 fanga, en um 350 bíða nú afplánunar í íslenskum fangelsum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×