Enski boltinn

Chelsea með risatilboð í tvo leikmenn Milan?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pato.
Pato.

Fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea ætli sér að gera risatilboð í tvo leikmenn AC Milan, þá Alexandre Pato og Thiago Silva.

Hermt er að Chelsea muni bjóða Milan 80 milljónir evra fyrir leikmennina tvo.

Tíðindin koma ekki endilega mikið á óvart enda eru þetta báðir leikmenn sem Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fékk til Milan á sínum tíma.

60 milljónir evra færu þá í Pato en 20 milljónir í Silva. AC Milan stendur ekkert of vel fjárhagslega og Silvo Berlusconi, eigandi Milan, gæti átt í vandræðum með að hafna slíku boði enda þarf hann að greiða upp skuldir.

Þegar hefur verið greint frá því að vegna slæmrar fjárhagsstöðu geti Milan ekki keypt mikið í sumar og þurfi frekar að selja til þess að rétta af fjárhag félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×