Snjóþekja og skafrenningur eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar og Mosfellsheiði er ófær. Þá er varað við hálku og hálkublettum um allt land.
Á Vesturlandi er Skógarströnd þungfær. Á Vestfjörðum er búið að opna Djúpið, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda og Klettsháls ætti að opnast innan skamms.
Á Norðurlandi vestra er verið að moka Siglufjarðarveg en þar er snjókoma.