David Nugent, framherji Burnley, skoraði mark sinna manna á móti Arsenal í gær og gagnrýndi síðan "vælið" í Arsene Wenger, stjóra Arsenal, eftir leik. Arsenal-menn eru enn í sárum eftir að Aaron Ramsey fótbrotnaði í leik á móti Stoke á dögunum.
„Arsenal-menn eru ekki teknir fyrir," sagði David Nugent en þetta var ekki í fyrsta sinn sem Arsenal-maður fótbrotnar í leik á undanförnum árum.
„Fótbolti er ekki kerlingabolti og þú verður að mæta í tæklingarnar. Ryan Shawcross ætlaði örugglega ekki að meiða strákinn en þegar það er tækling framundan þá verður þú að fara í hana til að reyna að vinna boltann," segir Nugent.