Innlent

Vinstri grænir og Framsókn mynda meirihluta í Skagafirði

Bjarni Jónsson verður forseti sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson verður forseti sveitarstjórnar.

Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknarflokks og Vinstri grænna í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf samkvæmt heimasíðu Feykis.

Gert er ráð fyrir að formaður byggðaráðs verði Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki og forseti sveitarstjórnar Bjarni Jónsson Vinstri grænum.

Ráðið verður í stöðu sveitarstjóra á faglegum forsendum. Skrifað var undir samkomulag milli flokkanna á þriðja tímanum í nótt. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykkt flokkanna.

Aðspurður um viðbyggingu Árskóla í hina nýja samkomulagi í viðtali við Feyki segir Stefán Vagn að hann ætli ekki að fara út í efnisatriði samstarfssamningsins fyrr en trúnaðarráð flokkanna hafi samþykkt samstarfið. Gert er ráð fyrir að trúnaðarráð VG og Framsóknar hittist í dag.

Áður höfðu Framsóknarmenn reynt að ná saman við Samfylkinguna en þær samningaviðræður strönduðu á viðbyggingu við Árskóla.

Hægt er að lesa fréttina í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×