Innlent

Franskur ferðamaður óð yfir Markarfljót

Þórsmörk í klakaböndum.
Þórsmörk í klakaböndum.

Rúmlega tvítugur Frakki óð yfir Markarfljót í gærkvöldi og gekk þaðan inn í Húsadal.

Að sögn staðarhaldarans, Ragnheiðar Hauksdóttur, kom Frakkinn um klukkan níu í gærkvöldi að skálanum í Húsadal. Hann var þá blautur og hrakinn enda kalt veður, skafrenningur og snjór á svæðinu.

„Það var mjög kuldalegt," sagði Ragnheiður sem var steinhissa á Frakkanum sem varð ekki meint af volkinu. Hann er á ferðalagi um Ísland og langaði til þess að sjá eldgosið.

Markarfljót er jökulá og hrollköld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×