Innlent

Karlmaður í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar á Ísafirði

Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu á Ísafirði um helgina en þar var um mjög grófa líkamsárás að ræða.

Árásin átti sér stað í heimahúsi á Ísafirði aðfaranótt föstudagsins langa. Karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Varðhaldið rennur út mánudaginn 5 apríl. Málið telst upplýst.

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum um páskana.

Fjölmenni var samankomið á Ísafirði vegna rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem er hluti skíðavikunnar.

Lögregla þurfi að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna stimpinga í og við veitingahús á Ísafirði. Talsverð ölvun var á svæðinu.

Á öðrum stöðum í umdæminu gekk skemmtanahald nokkuð vel fyrir sig og án teljandi afskipta lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×